Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum árið 2015 var 1.651.002 krónur og vegin meðalverðbreyting rekstrarkostnaðar frá 2015 til mars 2017 er áætluð 6,3%. Þetta kemur fram í útreikningum Hagstofu Íslands. Niðurstöður útreikningsins eru því þær að áætlaður árlegur rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, sé 1.755.187 krónur í mars 2017.
smari@bb.is