Dagskráin í dag: Íþróttadagur, súmba,listasýning, tónleikar, leiklist o.fl.

Á norðanverðum Vestfjörðum er ótrúlega fjölbreytt dagskrá. Það er ekki bara Skíðavíkan og Aldrei fór ég suður heldur er boðið upp á  margvíslega atburði.

Þingeyri

Á Þingeyri er íþróttadagur Höfrungs frá kl 10 til kl 16 með leikjum og páskaeggjaleit. Á dagskránni er bandý, körfubolti, fótbolti og badminton.

Um kvöldið verður bingó í Simbahöllinni.

Gestir geta auk þess séð leiksýningar á Þingeyri þar sem Leikdeild Höfrungs og Kómedíuleikhúsið bjóða upp á leikhúsveislu fyrir alla fjölskylduna. Sýnt er barnaleikritið Dimmalimm og srax á eftir Karíus og Baktus. Fyrri sýningin hefst kl 13 og sú síðar kl 15.

Flateyri

Á Flateyri verður ferming og páskamessa kl 14.

Suðureyri

Á Suðureyri verða tónleikar kl 17 – 19 í samvinnu við  66 gráður norður í Bryggjukoti við höfnina.

Fram koma:

Bríet
Between Mountains
JóiPé & Króli
Auður

FISHERMAN mun bjóða tónleikagestum upp á heimagerðar ljúffengar fiskibollur, tartarsósu og kristal.

Hnífsdalur

Í Félagsheimilinu í Hnífsdal verður páskabingó nemenda í Menntaskólanum Ísafirði, sem eru að safna fyrir útskriftarferð til Mexikó.

Bolungavík

Páska-Brunch verður í Víkurskalanum frá kl 11:30 til kl 12:30 og frá kl 13 – 16 verður páskaleikur í Náttúrurgripasafni Bolungarvíkur, sem er þrautaleikur fyrir börn.

Fiskihlaðborð kl 19 í Einarshúsi með öllu því besta, siginn fiskur, flot og selspik svo eitthvað sé nefnt.

Ísafjörður

Á Ísafirði rekur hver atburðurinn annan frá morgni til kvölds. Verður hér fátt eitt nefnt.

Kl 12 hefst  Zumba partý í Edinborgarsal, kennari er Sigurrós Elddís.

kl 14  tekur Vestri á móti Kára á laugardaginn kl 14:00 í 2.umferð Mjólkurbikarsins. Leikið verður á Ísafirði, nánar tiltekið á gervigrasvellinum á Torfnesi.

kl 14 hefst í Safnahúsinu á Ísafirði  erindi franska landslagsmálarans Valerie Boyce þar sem hún útskýrir hvers vegna hún hóf að mála íslenskt landslag fyrir 20 árum og hver boðskapur hennar er.
Einnig fjallar Valerie um mikilvægi landslagsmálverksins á okkar dögum og það sérstaka hlutverk sem íslenskt landslag hefur að hennar mati

kl 16 er Listasýning Snorri Ásmundsson ÓÐUR TIL ÍSAFJARÐAR  í Gallerí Úthverfu á Ísafirði (Outvert Art Space).  Á sýningunni verð málverk og vídeó af persónum úr bæjarlífi og sögu Ísafjarðar.  Snorri hefur dvalið á Ísafirði undanfarnar tvær vikur og sýningin er innblásin af þeim hughrifum og þeirri upplifun sem hann hefur orðið fyrir, segir í kynningu.

Boðuð er upp á siglingu um Djúpið frá kl 16 á bátnum Ölver á vegum Vesturferða.

Jón Gnarr segir sögur í Edinborgarhúsinu frá kl 17 og kl 19 hefst seinni hluti rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður.

Auk þess sem rakið hefur verið verða frá miðnætti böll og mannfagnaðir í Krúsinni, á Húsinu og í Edinborg.

Þá eru opnar myndlistar- og handverkssýningar í Flugstöðinni á Ísafirði ( Tolli), Ráðhúsinu í Bolungavík (Anna Ingimars) og Musteri vatns og vellíðunar í Bolungavík ( ýmsir).

DEILA