Knattspyrnan hefst á morgun – bikarleikur Vestra

Lið Vestra í æfingaferð á Spáni.
Knattspyrnuvertíð ársins hefst formlega á morgun, laugardag hér fyrir vestan með leik við Kára frá Akranesi.
Vestri tekur á móti Kára á laugardaginn kl 14:00 í 2.umferð Mjólkurbikarsins. Leikið verður á Ísafirði, nánar tiltekið á gervigrasvellinum á Torfnesi. Þetta er fyrsti heimaleikur liðisins árið 2019 og um stórleik að ræða þar sem að sigurliðið kemst áfram í næstu umferð.
Við viljum hvetja fólk til þess að fjölmenna á völlinn. Miðaverð er 1500kr en frítt er fyrir 16 ára og yngri.
DEILA