Dýrafjarðargöng : hátíðardagskrá á morgun

Á morgun, miðvikudag, verður formleg gegnumsprenging í Dýrafjarðargöngum. Af því tilefni verður sérstök hátíðardagskrá á staðnum:

Hátíðardagskrá

12:45   Stór rúta ferjar fólk frá bílastæði við Kjaranstaði og inn á  vinnusvæðið.                             Smárútur verktaka munu ferja fólk inn í útskot J sem er rúma 800 metra inn í           göngunum.  Þaðan mun fólk ganga inn í útskot I sem er um 500 metrum innar.

  14:00 Ávörp.

  14:15. Karlakórinn Ernir flytur 2 – 3 lög.

  14:30 Viðhafnarsprenging. Í kjölfarið gefst fólki kostur á að ganga inn að gegnumbroti.

   15:00 Kaffiveitingar í útskoti I, þar sem fólki gefst kostur á að næla sér í skrautsteina úr göngunum.

   15:30 Smárútur ferja fólk úr göngum og í stærri rútur.

   17:00 Síðasti útmokstur verktaka.

   Gestum er settar eftirfarandi reglur:

            Mikilvægt er að allir fari eftir merkingum og sýni mikla aðgát því enn er þetta jú hættulegt vinnusvæði en starfsmenn verktaka munu leiðbeina fólki á svæðinu.

Þar sem um er að ræða gegnumbrot þá er æskilegt að minna á að tekið sé mið af aðstæðum við val á skóbúnaði og fatnaði.

Einnig skal skýrt tekið fram að því miður er ekki stætt á því að hleypa undir 18 ára inn á vinnusvæðið eins og vonandi gefur að skilja.

DEILA