Ferðaþjónusta og útleiga í Dalbæ sumarið 2019

Dalbær. Mynd: Snjafjallasetur.is

Frá og með 15. júlí og til og með 5. ágúst verður rekin ferðaþjónusta í Dalbæ á vegum Snjáfjallaseturs og Sögumiðlunar, netfang olafur@sogumidlun.is. Þetta kemur fram í fréttabréfi Snjáfjallaseturs.

Júlía Leví mun sjá um ferðaþjónustuna, gsm 848 8170. Félögum Snjáfjallaseturs og Átthagafélags Snæfjallahrepps mun utan þess tíma, frá og með Jónsmessu og fram til 15. júlí og eftir 5. ágúst, gefast kostur á að taka Dalbæ á leigu yfir helgi eða heila viku.

Leigan yfir helgi kostar 20.000 fyrir félagsmenn, en 25.000 fyrir utanfélagsmenn allt að tíu manns, 13 ára og eldri, frítt fyrir börn. Ein vika kostar 35.000 fyrir félaga og 40.000 fyrir utanfélagsmenn allt að tíu manns, 13 ára og eldri, frítt fyrir börn. Fólk sér um sig sjálft, rúmföt, mat og aðrar nauðþurftir. Aðgangur að eldhúsi er innifalinn. Það eru 3 herbergi í húsinu, eitt stórt með tveimur hjónarúmum, eitt tveggja manna og eitt herbergi sem er fyrir einn eða tvo. Í húsinu eru um 20 dýnur sem hægt er að leggja á gólf eða á bedda, annaðhvort í stóra salnum, litla salnum eða á sviðinu.

Viðkomandi hefur samband við Ingibjörgu Kjartansdóttur í netfangið ingibjorgk@varmarskoli.is eða gsm 8681964 til að panta dvöl í Dalbæ. Þess er óskað að fólk panti með fyrirvara gistingu í Dalbæ.

DEILA