aldarafmæli fullveldisins: 287 þúsund gestir

Út er komi skýrsla um viðburði í tilefni af því öld var 1. dese,ber 2018 liðin frá því að Íslendingar fengu fullveldi. Alþingi skipaði sérstaka afmælisnefnd og formaður hennar var Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis.

Helstu niðurstöðu skýrslunnar eru:

  • 459 viðburðir voru skráðir á dagskrárvef afmælisársins. Þar af voru 268 styrktir af afmælisnefnd, að undangenginni auglýsingu og valferli, og 191 þátttökuviðburður.
  • 287 þúsund gestir sóttu viðburði sem skráðir voru á dagskrárvef afmælisársins og voru tæplega 15 þúsund einstaklingar virkir þátttakendur í viðburðunum.
  • Áætlanir afmælisnefndar, bæði verkefna- og fjárhagsáætlun, stóðust og skilar nefndin af sér innan fjárheimilda.

Í skýrslunni kemur fram að á Vestfjörðum hafi verið 19 skráð verkefni á dagskrárvef afmælisársins. Einn viðburður var á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þann 16. júní 2018 var þar frumflutningur á tónverkinu Blakta eftir Ísfirðinginn Halldór Smárason í flutningi kvartetsins Sigga.  Athygli vekur að einir sex atburðir voru í Strandasýslu. Tólf viðburðir voru á norðanverðum Vestfjörðum en enginn í Reykhólahreppi né á sunnanverðum Vestfjörðum.

Hér er hægt að lesa skýrslu afmælisnefndar þar sem m.a. er að  finna yfirlit um þau verkefni sem afmælisnefnd var falið samkvæmt þingsályktun sem og yfirlit yfir öll verkefni sem voru skráð á dagskrárvef afmælisársins.

DEILA