Dýrafjarðargöng – Framvinda í viku 14 – 70,9 metrar eftir

Steyptur sökkull í vegskálanum Dýrafjarðarmegin.

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í viku 14 við vinnu Dýrafjarðarganga frá Baldvin Jónbjarnarsyni, Eflu verkfræðistofu.

Í viku 14 voru grafnir 88,6 m í göngunum Dýrafjarðarmeginn. Lengd ganganna í Dýrafirði var í lok vikunnar 1.572,5 m sem er 95,7 % af leggnum sem er eftir og er búið að grafa í heildina 98,7 % af göngunum. Eru núna 70,9 m að gegnumbroti.

Grafið var í basalti og þunnu setlagi. Efni úr göngunum var keyrt beint í veg.

Í göngunum Arnarfjarðarmeginn var unnið við lagnavinnu. Í lok vikunnar var búið að setja niður lagnir í hægri vegöxl á rúmlega 330 m kafla.

Í vegagerð Dýrafjarðarmegin var haldið áfram með sömu vinnu og verið hefur í gangi undanfarið þ.e. grjótröðun og vinnslu efnis úr Nautahjallanámu og mokstur úr skeringum en efnið úr þeim hefur farið í vegfyllingu og fláafleyga. Efni úr göngunum notað til að hækka vegfyllingarnar næst munnanum.

Í vegskálanum í Dýrafirði var einn hluti af þrifalagi steyptur og fyrstu tveir hlutarnir af sökklinum steyptir en hver hluti er 12 m langur.

 

DEILA