Laugardagur 19. apríl 2025

Anna Lind í ársleyfi

Auglýsing

Anna Lind Ragnarsdóttir, oddviti sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps, hefur fengið ársleyfi frá oddvita- og sveitarstjórnarstörfum. Anna Lind óskaði eftir leyfinu vegna anna í starfi skólastjóra Súðavíkurskóla. Í stað Önnu Lindar kemur inn í sveitarstjórn Steinn Ingi Kjartansson. Sveitarstjórnarkosningar verða eftir rétt rúmlega eitt ár, svo líklegast verður að telja að Anna Lind komi ekki meira við sögu sveitarstjórnar á þessu kjörtímabili. Steinn Ingi er öllum hnútum kunnugur í Súðavík og var sveitarstjóri hreppsins á árum áður.

smari@bb.is

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir