Á miðvikudag 3. april verður flutt útsetning hinnar frægu Jóhannesarpassíu klukkan 20:00 í Ísafjarðarkirkju.
Tónleikarnir bera nafn Heimsins Ljós en síðast voru tónleikar af þessu tagi haldnir fyrir 10 árum hér á Ísafirði.
Á tónleikum kemur fram kammerhópur sem samanstendur af þeim feðgunum: Janusz Frach, Maksymilian Haraldi Frach, Nikodem Júlíus Frach (fiðla) Mikolaj Ólafi Frach (orgel) og gestum Jóhönnu Bartkiewicz (fiðla) Klaudiu Borowiec (selló), Ásdís Höllu Guðmundsdóttur (upplesari) og Sigríði Erlu Magnúsdóttur (upplesari).
Frach bræður eru öllum Ísfirðingum vel kunnir og hafa vakið síðastliðin ár mjög
mikla athygli í íslenska tónlistarlífinu. Þeir koma nú allir heim til Ísafjarðar til þess
að spila sameiginlega á þessum tónleikum.
Vestfjarðastofa styður þetta verkefni og aðgangur er ókeypis en frjáls framlög í ferðasjóð tónlistarnemenda eru vel þegin.