Hörður Guðmundsson, flugstjóri og framkvæmdastjóri flugfélagsins Ernis segir að stöðvun ISAVIA á nýrri flugvél félagsins í janúar hafi verið ofbeldi. Vissulega hafi verið skuld til staðar hjá flugfélaginu við ISAVIA en fyrir lá að Ernir hafði byggt húsnæði á eigin kostnað sem svo ætlunin var að ISAVIA yfirtæki og þannig hafi alltaf verið til fyrir skuldinni. Þegar vélin var kyrrsett hafði hún ekki farið neitt áætlunarflug og verið var að þjálfa áhöfnina.
Hörður sem það merkilegt að í 100 ára sögu flugsins á Íslandi, en fyrsta flugvélin tók sig á loft í Vatnsmýrinni árið 1919, hafi aldrei fyrr verið kyrrsett flugvél. Málið var strax leyst, segir Hörður eins og fyrir lá að yrði gert og flugvélin er í rekstri og reynist vel.
Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair hefur einmitt vakið athygli á því að WOW air hafi óhindrað getað flogið þrátt fyrir hafa safnað miklu skuldum í formi ógreiddra gjalda til ISAVIA en Flugfélagið Ernir hafi verið stöðvað.
Hörður Guðmundsson bar sig vel þegar Bæjarins besta hringdi í hann í dag og sagði fyrirtækið ganga vel.