Tónlistarskóli Ísafjarðar hélt tvenna hátíðartónleika í tilefni af 70 ára afmæli Tónlistarfélags Ísafjarðar og Tónlistarskóla Ísafjarðar. Fyrri tónleikarnir voru á fimmtudaginn í Ísafjarðarkirkju og þeir seinni í gær í Langholtskirkju í Reykjavík.
Báðir tónleikarnir voru mjög vel sóttir og var flutningur efnis, bæði tónlist og söngur með miklum glæsibrag. Dagskrá var afar metnaðarfull og fluttir þættir úr ýmsum heimsþekktum tónverkum eftir listamenn á borð við Strauss feðgana austurrísku, Léhar, Gounod, Berstein og Webber svo nokkrir séu nefndir.
Einsöngvaranir átta voru allir vestfirskir og sýndu mikla hæfni og getu. Þeir voru Aron Ottó Jóhannsson, Herdís Anna Jónasdóttir,Ingunn Ósk Sturludóttir, Melkorka Ýr Magnúsdóttir, Pæetur Ernir Svavarsson, Sigríður Salvarsdóttir, Sigrún Pálmadóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir.
Það hlýtur að teljast óvenjulegt, svo ekki sé meira sagt, að svo fámennt svæði sem Vestfirðir eru skuli geta teflt fram slíkum afbragðs hópi söngvara.
Hátíðakórinn er vel mannaður og komst vel frá sínu hlutverk. Kórinn var stofnaður fyrir um tuttugu árum. Stjórnandi kórsins frá upphafi hefur verið Beáta Joó, sem hefur borið hitann og þungan af skipulagi tónleikana samkvæmt því sem Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri greinir frá í ávarpi sínu. Vafalaust á Beáta mikinn þátt í því að fá ungversku snillingana til Íslands og til liðs við Hátíðakórinn.
Undirleikin á hátíðartónleikunum annaðist ungverska kammersveitin Müvak, átta manna sveit hámenntaðra listamanna sem er greinilega í fremstu röð.
Myndirnar voru teknar á tónleikunum í Langholtskirkju.