Karlalið vestra í körfuknattleik lét í gærkvöldi fyrsta leikinn í undanúrslitum 1.deildar. Leikið var í Grafarvoginum. Leikar fóru svo að Fjölnir vann 83:71.
Fjölnir vann fyrsti tvo leikhlutana og og leiddi í hálfleik með 18 stiga mun. Í þriðja leikhluta minnkaði Vestri muninn niður í 6 stig en Fjölnir var svo sterkara í lokaleikhlutanum og vann leikinn með 12 stiga mun. Stigahæstur Vestramanna var Nemanja Knezevic með 22 stig.
Annar leikurinn í undanúrslitunum verður á mánudaginn á Ísafirði og hefst leikurinn kl 19:15.
Fjölnir-Vestri 83-71 (15-13, 28-12, 16-28, 24-18)
Vestri: Nemanja Knezevic 22/13 fráköst/3 varin skot, Jure Gunjina 14/7 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 11, Nebojsa Knezevic 8, Ingimar Aron Baldursson 6, Hugi Hallgrímsson 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Snær Bergsteinsson 2, Daníel Wale Adeleye 2, Adam Smári Ólafsson 2, Guðmundur Auðun Gunnarsson 0, Gunnlaugur Gunnlaugsson 0.