Bolungavík: skólastjórinn segir upp

Stefanía Ásmundsdóttir, skólastjóri til hægri á myndinni. Myndin er tekin á árshátíð Grunnskólans í síðasta mánuði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Stefanía Ásmundsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur hefur sagt upp störfum og óskað að fá að hætta í byrjun maí. Uppsagnarbréfið var lagt fram í bæjarráði á þriðjudaginn. Ekki er tilgreind ástæða fyrir uppsögninni.

Bæjarstjóra var falið að vinna auglýsingu um starfið og leggja fyrir bæjarráð til afgreiðslu.

Bæjarráð bókaði þakkir til  Stefaníu fyrir vel unnin störf í þágu samfélagsins í Bolungarvík og óskaði henni velfarnaðar í þeim störfum sem hún mun taka sér fyrir hendur í framtíðinni.

DEILA