Ríkharður Bjarni Snorrason, Ísafirði, sem keppir undir merkjum UMFB í Bolungavík vann það afrek að verða bikarmeistari í klassískri bekkpressu í -120 kg þyngdarflokki á móti Karftlyftingasambandi Íslands sem fram fór í Njarðvíkum á laugardaginn.
Ríkharður lyfti 190 kg, 200 kg og loks 205 kg, sem varð þyngsta lyfta mótsins. Kraftlyftingadeild Ungmannafélags Njarðvíkur sá um mótshaldið.