Skíðaganga: varð 20. af 111 keppendum

Linda Rós í Lillehammer við íslenska fánann.

Linda Rós Hannesdóttir nemandi í Menntaskólanum á Ísafirði tók þátt í Birkibeinagöngunni í Noregi sem fram fór í Lillehammer síðustu viku. Ganga er árlegur viðburður og er fjölsótt af skíðagöngufólki. Frammistaða Lindu Rósar hefur vakið athygli, en hún varð í 20. sæti af 111 keppendum.

Linda Rós gerði ekki  mikið úr árangri sínum í viðtali við Bæjarins besta. Sagði hún að sér hefði gengið bærilega, en gangan hefði verið erfið. Gengin er 17 km vegalengd.

Linda Rós á Unglingameistaramótinu 2018.
DEILA