Hilmir Hallgrímsson, leikmaður Vestra og U-16 landsliðsins skoraði 52 stig á móti KR-b í leik liðanna í drengjaflokki í DHL-höllinni á laugardaginn.
Þetta er einstæður árangur í hvaða leik sem er.
Vestri hafði frumkvæðið í leiknum frá byrjun og leiddu í hálfleik 49-50 en leikurinn endaði 89-108 Vestra í vil.
Hilmir spilar einnig með meistaraflokki Vestra í 1. deildinni þrátt fyrir ungan aldur en þar er hann með 4,3 á um 16 mínútum að meðaltali í 21 leik.
Frá þessu er greint á karfan.is.