„Við höfum ekki haft færi á að kynna okkur skýrsluna og ég skal svara þér seinna í vikunni“ segir Auður Anna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar í svari við fyrirspurn Bæjarins besta um viðbörgð samtakanna við skýrslu Landsnets sem kom út á föstudaginn.
“ Þó er athyglisvert að í skýslunni eru sýndar fýsilegar leiðir aðrar en en Hvalárvirkjun til þess að auka raforkuöryggi á Vestfjörðum. Þá kemur mjög á óvart að í skýrslunni er talað eins og megi ganga út frá því að tengipunktur í Ísafjarðardjúpi verði að veruleika en það er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag eða kerfisáætlun Landsnets.“
Eins og fram kemur í svari Auðar kemur ýtarlegra svar síðar í vikunni.