Landsnet: 73% truflana austan Kollafjarðar

Áhrif Hvalárvirkjun á raforkuöryggi á Vestfjörðum. gert er ráð fyrir tengipunkti í Ísafjarðardjúpi og línu þaðan í Kollafjörð. Mynd:Landsnet

Í nýútkominni skýrslu Landsnet um afhendingaröryggirafmagns á Vestfjörðum er dregið fram að það er langverst á landinu.  Undanfarin 10 ár, þ.e. frá 2009-2018 hafa truflanir í kerfi Landsnets valdið skerðingum 383 sinnum á Vestfjörðum eða rúmlega 38 sinnum á
ári og skerðingin hefur að meðaltali verið tæplega 300 MWh á ári eða sem samsvarar um 19 klukkustundum á ári. Það er margfalt það sem mælt er annars staðar á landinu.

 

Gerð hefur verið truflanaskráning allt frá árinu 1985 og sérstaklega skoðaðar alvarlegar truflanir, þ.e. þegar stæður hafa brotnað og eignatjón hefur orðið í kerfi Landsnets. Greint hefur verið hvar þessar stóru truflanir hafa orðið á línunum og í ljós kemur að um 73% þessara truflana sem hafa orðið á Vesturlínu eru austan Kollafjarðar. Það þýðir að tenging nýrrar orkuvinnslu í Kollafjörð hefur nokkuð mikil áhrif á afhendingaröryggið á Vestfjörðum.

Mynd er úr skýrslunni og sýnir einmitt áhrifin af tengingu í Kollafjörð frá nýrri orkuframleiðslu í Hvalá.

DEILA