Aldrei fór ég suður tónlistarviðburður ársins

Frá hátíðinni aldrei fór ég suður. Pétur Magnússon á sviði. Mynd af síðu hátíðarinnar.

Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir 2018 voru veitt í gærkvöldi í Silfurbergi í Hörpu í Reykjavík. Að íslesnku tónlistarverðlaununum standa FÍH, STEF og FHF. Bæði flytjendur og hljómplötuframleiðendur eiga fulltrúa í framkvæmdastjórn.

Aldrei fór ég suður var valinn tónlistarviðburður ársins 2018 og um hátíðina segir í fréttatilkynningu frá íslensku tónlistarverðlaununum:

á síðustu 15 árum hefur hátíðin [Aldrei fór ég suður] fest sig rækilega í sessi sem einn af stóru viðburðunum í íslensku tónlistarlífi. Á Aldrei fór ég suður eiga allar tegundir íslenskrar dægurtónlistar sér samastað og í fyrra var slegið aðsóknarmet en talið er að íbúafjöldi Ísafjarðarbæjar hafi tvöfaldast á meðan á hátíð stóð.

DEILA