Enn um áhættumat Hafrannsóknarstofnunarinnar vegna laxeldis í kvíum.

Ólafur I. Sigurgeirsson Lektor í fiskeldi við Háskólann á Hólum.

 

Umræðan um verðmætasköpun og þróun samfélaga.

Sjávarútvegsráðherra hefur nú lagt fram lagafrumvarp sem varðar fiskeldi  á Íslandi. Lagasetningin beinist einkum að regluverki um eldi laxa í kvíum. Í frumvarpinu kemur fram að styðjast skuli við áhættumat Hafrannsóknarstofnunarinnar vegna hugsanlegrar erfðablöndun eldislaxa við villta íslenska laxastofna og allt skipulag við uppbyggingu kvíaeldis á laxi við strendur landsins skuli taka mið af því. Undirritaður gerði all nokkrar athugasemdir við áhættumatið í þeirri mynd sem það var lagt fram og sendi athugasemdir inn á samráðsgátt stjórnvalda (https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1256#advice-form).

Hafrannsóknarstofnun hefur svarað þessum athugasemdunum fyrir sitt leyti (https://www.hafogvatn.is/is/rannsoknir/voktun-veidiaa/frettir/svor-vid-athugasemdum-er-luta-ad-ahaettumati).

Það er auðvitað mjög jákvætt og nauðsynlegt að vilji sé til staðar til að ræða forsendur sem varða mikilvægt málefni eins og áhættumatið er, enda tekið fram að um lifandi plagg sé að ræða. Tækið sem búið er til á að verða grundvöllur lagasetningar og þarf að fá umræðu og skoðun. Undarlegri er sú orðræða sumra annara að í rökstuddum athugasemdum sé fólgin einhverskonar árás á vísindi eða vísindastofnun og stappi nærri landráði að bera þær upp. Gagnrýnin umræða er lífsnauðsynlegur drifkraftur ef styðjast á við rannsóknir og vísindi á annað borð við ákvarðanatöku.

Niðurstaða áhættumatisins eins og hún liggur nú fyrir, og miðar við útgefið burðarþolsmat, leiðir til að fyrirhugað 30 þúsund tonna laxeldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi er bannað, einkum vegna hugsanlegrar erfðablöndunar eldislaxa  við laxa í Laugardalsá, Hvannadalsá og Langadalsá. Einnig eru settar skorður við laxeldi á sunnanverðum Austfjörðum sem skerða fyrirætlanir um önnur 30 þúsund tonn. Þær skorður byggjast aðallega á hugsanlegri erfðablöndun við „náttúrulega laxastofna“ í Breiðdalsá, en ekki eru allir á einu máli um að þessi náttúrulegi stofn sé til staðar. Augljóst er að þessar skorður á uppbyggingu laxeldis fyrir Vestan og Austan hafa gríðarlega efnahagslega þýðingu og áhrif á framvindu byggðar á svæðinu. Verðmæti 60 þúsund tonna af eldislaxi slaga í að jafngilda 2/3 af verðmæti núverandi  þorskafla á Íslandsmiðum –upp úr sjó. Í því ljósi er áhættumat Hafrannsóknarstofnunarinnar vegna laxeldis í kvíum ekki síðra hagsmunamál samfélagsins en ráðgjöf hennar um veiðar og aflamark villtra sjávarfiska. Hér verða sjónarmið í því samhengi ekki viðruð nánar en sjónum beint enn og aftur að forsendum og niðurstöðu áhættumatsins sem og svörum Hafrannsóknarstofnunarinnar við áður framkomnum athugasemdum mínum á samráðsgáttinni.

  1. Þröskuldsgildi 4%.

Athugasemd var gerð við að í áhættumatinu er sett viðmið þar sem líkanið reiknar líkur á að fjöldi eldislaxa í á fari yfir 4% af heildar fjölda í líklegum klakfiskastofni sem eftir verður í á hverju sinni. Líkanið er látið reikna samkvæmt innsettum forsendum fyrir hverja á fyrir sig. Athugasemdin var gerð í ljósi nýs líkans (IBSEM) frá Noregi, sem reynir að meta hugsanleg erfðablöndunaráhrif við mis mikla innblöndun. Niðurstaða norska líkansins er að þó innblöndun verði 10% hafi það ekki marktæk áhrif á villta stofninn. Ef innblöndun verður mun meiri, t.d. 30-50% geti það haft áhrif til fækkunar í villtra fiska stofninum. Í hvorugu tilfellinu er þó um uppsöfnuð áhrif að ræða þannig að ef innblöndun hættir má búast við að stofninn fari aftur í sama horf, hratt við litla innblöndun en á lengri tíma hafi hún verið mikil (Castellani et al. 2018). Náttúruvalið hreinsar upp hugsanlega erfðablöndun samkvæmt líkaninu. Líkanið styðst við mat á hæfni (fitness) eldisfisks við að komast af í villtri náttúru. Þær rannsóknir voru gerðar á 10. áratug síðustu aldar (4-5 kynslóð kynbóta) (Fleming et al. 1996, Fleming et al. 2000). Höfundar mátu þá að hæfni eldislaxa til að komast af og fjölga sér væri um 16% af hæfni villtra laxa. Áður nefnt IBSEM líkan gerir þó ekki ráð fyrir að hæfni eldislaxa minnki með hverri nýrri kynslóð kynbóta. Ný rannsókn (Skala et al. 2019) á hæfni laxa af 10.-11. kynbættri kynslóð bendir til að hæfni (heildar fitness) hafi minnkað niður í 3,67-5,25%, þó reiknað sé með gömlu viðmiði um þátttöku eldislaxa í æxlun – 17,5% (Fleming et al. 2000; Glover et al. 2017).

Grundvallar ágreiningurinn um hættuna af hugsanlegri erfðablöndun felst í þeirri kenningu sumra að eldislax með lakari hæfni til að komast af og fjölga sér í villtri náttúru samanborið við villtan lax, muni ryðja villta laxinum burtu. Aðrir hafa bent á að það sé órökrétt því náttúruvalið sé strangt og sífellt að henda út einstaklingum sem ekki eru vel aðlagaðir að umhverfinu. Hvernig á minnkuð hæfni (fitness) hjá eldislaxi að minnka meðaltals hæfni hjá villtum laxi – sem er aðlagaður að sínu umhverfi í mjög langan tíma? Hver hæfni hreinna eldislaxa og blendinga við íslenska villta laxa í íslenskri náttúru er ekki þekkt, og verður ekki skorið úr nema með rannsóknum á Íslandi. Það eru hinsvegar hreinar getgátur að ætla fyrirfram að norskum eldislaxi með mjög skerta hæfni til að komast af og fjölga sér í náttúrunni muni farnast betur við íslenskar aðstæður en við norskar eða írskar. Í tilraunum í Burrishool á Írlandi var hæfni eldislaxa af norskum stofni metin um 2% af hæfni villtra írskra stofna (McGinnity et al. 2003). Í nýrri rannsókn á laxi í vatnakerfi Tano (Tana) í Finnlandi var niðurstaða höfunda að staðbundin aðlögun stofna leiddi til að æxlunarárangur hrygna var metinn 9,6 sinnum meiri og hænga 2,9 sinnum meiri hjá aðlagaða heimafiskinum í samanburði við aðkomufisk (Mobley et al. 2019).

Fáeinar rannsóknir eru til á stofngerð íslenskra laxastofna (Daníelsdóttir ofl. 1997; Ólafsson ofl. 2016), sem sýna aðgreiningu laxastofna eftir ám og vatnasvæðum. Þeir sem þekkja sögu fiskiræktar (og fiskeldis og hafbeitar) á Íslandi vita að ekki var ævinlega sérstaklega vel hirt um að útsett seiði væru upprunnin úr þeirri sömu á (sjá t.d. Þór Guðjónsson 1989). Undanfarin 5-6 ár hefur um 6 milljónum laxaseiða verið sleppt í íslenskar ár. Stærstur hluti þeirra hefur líklega farið í ár sem ekki bera náttúrulega laxastofna (Rangár, Jökulsá á Dal, Breiðdalsá, Skógaá, Hafnará), þó nákvæmar tölur og upplýsingar um fjölda og uppruna þeirra fáist ekki afhentar frá Fiskistofu. Vel er þekkt að náttúrulegt flakk alinna gönguseiða er mun meira en náttúrulegra villtra seiða sem vaxa upp í ánni (náttúrulegt flakk er þegar lax gengur úr hafi í aðra á en hann er upprunninn úr eða honum var sleppt í). Á hafbeitarárunum var mörgum milljónum seiða sleppt víða um land, mest þó S-Vestanlands og Vestanlands. Uppruni þeirra fiska var margvíslegur. Umsvifamest í hafbeitinni var fyrirtækið Silfurlax sem sleppti seiðum aðallega úr Hraunsfirði á Snæfellsnesi. Samkvæmt heimildum var sá fiskur samansafn stórlaxa úr Stóru-Laxá í Hreppum, Soginu, Víðidalsá, Laxá í Aðaldal og e.t.v. víðar. Kynbætur fóru fram á hafbeitarlaxi, aðallega í Kollafirði, frá 1980 en margvíslegar sleppi- og endurheimtutilraunir voru gerðar frá því snemma á sjöunda áratugnum (Á. Ísaksson ofl. 1997; Þ. Guðjónsson 1973; 1977 og 1989 ). Í fjölmiðlum á sínum tíma töluðu veiðiréttareigendur t.d. á Snæfellsnesi og í Dölum um að umtalsverður fjöldi laxa sem gengi í árnar á svæðinu væri hafbeitarlax og hafbeitarstöðvarnar væru einnig að veiða villtan lax. Merkingar sýndu að villugöngur voru á bilinu <1% til >20%, mismunandi eftir svæðum (Á. Ísaksson 1997). Þegar Silfurlax hætti starfsemi voru seiðaárgangar seldir í Rangárnar og hafa að líkindum verið upphafið að seiðasleppingarnar hafa verið umfangsmeiri síðan (persónulegar upplýsingar).

Samkvæmt áður nefndum stofngerðarrannsóknum (Daníelsdóttir ofl. 1997; Ólafsson ofl. 2016), sjást lítil ummerki eftir þessa fiskirækt og umfangsmiklu hafbeit við stofnagreininguna. Því þarf að útskýra hvernig eldislaxi, sem er orðið húsdýr eftir 12-14 kynslóða kynbætur og með mjög skerta hæfni til að komast af í villtri náttúru, á að takast að skilja eftir sig erfðafræðileg spor í íslenskum ám úr því að íslenska laxinum, héðan og þaðan, tekst það ekki.

 

Fyrir árnar í Ísafjarðardjúpi og Breiðdalsá reiknar áhættumatslíkanið, að gefnum mörgum öðrum forsendum (m.a. að hlutfall snemmbúins- og síðbúins stroks sé 50/50), að líkur séu á að 7-8% laxa í þessum ám verði af eldisuppruna. Það er auðvitað val Hafrannsóknarstofnunarinnar að setja þröskuldsgildið við 4% og bera við varúðarsjónarmiðum. Gæta þarf einnig að öðrum breytum í áhættumatslíkaninu, af nógu er að taka.

 

  1. Útsetningarstærð, árstími og kynþroski.

Útsetningarstærð og útsetningartími eldislaxaseiða í kvíar ræður miklu um afdrif þeirra og lífsmöguleika ef þau sleppa út í villta náttúru. Aldur, líkamsástand og ljóslota sem þau hafa upplifað ræður mestu um kynþroska. Það er ekki óvænt að 90% (11 fiskar) af þeim eldislöxum (samtals 12 fiskar) sem gengu upp í íslenskar ár og veiddust síðastliðið sumar hafi verið kynþroska, enda kynþroskinn sem hvetur þá til fararinnar upp í ána. Það segir hinsvegar ekki að 90% þeirra eldislaxa sem sleppa og flokkast undir síðbúið strok verði kynþroska. Fréttnæmara er að geldfiskur var einn þeirra sem gengu í á. Óljóst er hvort hann ætti þá að teljast með við áður nefnt 4% þröskuldsgildi innblöndunar.

Í svari Hafrannsóknarstofnunar við athugasemdum mínum er tekið undir þá staðreynd að ljósastýring í laxeldi dragi mjög úr kynþoska í fiskeldi en álitaefni er hvenær búast má við að fiskur sem sleppur úr ljósastýringu verður kynþroska. Það varðar svokallaðan hættutíma sem notaður er í líkaninu. Framleiðslustýring í íslensku laxeldi þarf að byggja á útsetningu laxaseiða af ýmsum stærðarhópum, enda aðstæður hér víða kjörnar til að ala laxaseiði og stærri lax við stöðugar aðstæður á landi. Þetta þarf að gera í viðleitini til að jafna framleiðsluna niður á sem flesta mánuði ársins svo afsetningu afurða verði reglulegri. Sjávarhiti við Ísland setur hinsvegar þær skorður að óvitlegt er að setja seiði í kvíar nema hitastig sé +6°C (hugsanlega 4°C en þá á uppleið). Því eru tækifæri á núverandi eldissvæðum að setja út seiði einskorðuð við tímabilið júní-september, en sjávarhiti er almennt hæstur í ágúst-september. Búast má við að laxeldisfyrirtækin noti blandaða leið, þ.e. setji bæði út stóran fisk (post smolt), sem alin eru lengur á landi (í ferskvatni eða saltvatni), eða minni fisk (smolt), sem eru ódýrari í framleiðslu, út yfir þetta tímabil. Aukin reynsla mun skera úr hvaða útsetningartími og útsetningarstærð hentar best á hverju svæði. Þróunin í laxeldi er þó hvarvetna í átt að ala fiskinn stærri á landi áður en hann fer í kvíar því það styttir framleiðslutíma í sjó.

Sú skýringamynd sem gefin er á hættutíma, í svari Hafrannsóknarstofnunar við athugasemdum, er líklega ekki að lýsa raunverulegum hættutíma á sannfærandi hátt. Margar rannsóknir (t.d. Thorpe et al. 1998) benda til að kynþroskaákvörðun hjá villtum laxi sé tekin með margra mánaða fyrirvara fyrir náttúrulegan hrygningartíma, og stýrist af stuttri ljóslotu á tímabilinu nóv-jan. Vera má að eldislax sem er jafnan í betri holdum hafi eitthvað rýmri tíma, en aldur hans og stærð skiptir þá máli. Fjöldi rannsókna sýna þó að ef eldisfiskurinn er hafður á stöðugu ljósi frá nóv-apríl er kynþroski um haustið á bilinu 0-3%. Hættutíminn ætti því í öllum tilfellum skýringarmyndarinnar að vera tímabilið á fyrsta (og eftir atvikum á öðrum) vetri í sjó, þ.e. sá tími sem fiskurinn sleppur undan tilbúinni langri ljóslotu. Ef fiskurinn sleppur ekki undan ljóslotunni verður hann ekki kynþroska um haustið og þarf því að lifa af í annan vetur í náttúrunni. Mælingar á kynþroska íslenskra eldislaxa sem slátrað hefur verið að vetri (Desember og Febrúar) en hafa verið á ljóslotustýringu á fyrsta vetri eldis staðfesta að enginn kynþroski er til staðar (Gunnar Þórðarson 2017, Ólafur Sigugeirsson 2019). Ljóslotustýringin ætti einnig að ná til seinni vetrarins, eftir atvikum og þá verður til annar hættutími meðan árgöngum er slátrað upp. Framleiðsluferlar hafa því ólíkan hættutíma en tengjast líka útsetningarstærð.

Útsetningarstærð seiða/fisks á hverjum tíma skiptir hér einnig máli um líklega lifun og endurheimtur ef taka á mið af þeim rannsóknarniðurstöðum sem liggja fyrir. Tilraunir norsku hafrannsóknarstofnunarinnar (MRI) á endurheimtum strokulaxa náðu ma. til sleppinga gönguseiða utan hefðbundins göngutíma (haustsmolt). Í sleppi- og endurheimtutilraunum á haustsmoltum (n=23 þúsund, þyngd <230g) skilaði aðeins einn fiskur sér til baka, eftir mældar endurheimtur næstu 3 árin (0,004%). Líklega ganga seiðin hratt á haf út jafnvel þó þau sleppi að hausti en lifun þeirra virðist vera hverfandi lítil (Skilbrei, 2013). Stærri seiði (kringum 500g) sem voru búin að vera sumarlangt í sjó en sleppt að hausti gáfu samanlagðar endurheimtur eftir 1-3 ár í sjó um 0,2% (Skilbrei et al. 2015). Haustseiði (um 100g smolt) eða stærri seiði sem sleppa að hausti til (eftir að náttúruleg ljóslota tekur að styttast og göngur villtra seiða eru afstaðnar) eru því talin vera mun minni ógn og afar ólíkleg til að blandast við villta laxastofna samanborið við vorseiði (Skilbrei, 2013). Samanburður á lífslíkum eldis-haustsmolta og vorsmolta í hafi eru taldar vera 1:39  (Taranger et al. 2012). Í sleppitilraunum MRI (n= 8023, þyngd >900g) lifðu aðeins 0,09% laxanna af 1 ár í sjó eða lengur (Skilbrei et al. 2015). Sé fiskurinn ekki kynþroska, eða á leið í kynþroska um haustið þegar hann sleppur eru litlar líkur á að hann leiti upp í ferskvatn sama ár. Lífslíkur hans til að lifa í villtri náttúru til hausts árið síðar eru mjög litlar. Þess vegna er tíðni kynþroska eldisfisks á framleiðslutímanum, einkum að sumri og hausti mikilvægar upplýsingar fyrir áhættumatið því þær varða áhættuna af því að kynþroska stór lax gangi upp í ferskvatn og tímann sem hann hefur til ráðstöfunar.

Í áhættumatslíkaninu er hættan af snemmbúnu stroki og síðbúnu stroki metin hvor með sínum hætti eins og eðlilegt er (og enginn misskilningur þar um af minni hálfu). Þegar líkanið er síðan látið reikna niðurstöðu áhættumatsins, með öllum sínum breytum, er gert ráð fyrir að fjöldi fiska sem strjúka sé í jöfnum hlutföllum (50/50) úr hvorum flokki. Ekki er útskýrt hvers vegna það er gert, ekki er gerður sérstakur greinarmunur á útsetningartíma eða stærð og ekki getið um við hvaða stærð fiskurinn færist upp um flokk (úr flokkun snemmbúins stroks í flokk síðbúins stroks) eftir því sem hann vex í eldinu. Það er hinsvegar áríðandi. Að auki má almennt búast við að hætta á sleppingum sé meiri að vetri en sumri. Þannig má búast við að það taki 100g seiði um 2,5 mánuði frá útsetningu að ná um 250g þyngd fari það í sjávarhita um 8°C að sumri. Fiskurinn er því kominn í allt annan og minni áhættuflokk strax í september hafi hann farið í sjó um mánaðarmót júní-júlí, svo dæmi sé tekið. Sleppi hann þá benda allar rannsóknarniðurstöður til að nánast allir fiskarnir muni týnast í hafi. Rök fyrir að síðbúið strok sé í lægri áhættuflokki en ekki hærri eru tiltekin hér neðar.

Af einhverjum ástæðum er gagnvirka áhættumatslíkanið ekki finnanlegt lengur á heimasíðu Hafrannsóknarstofnunarinnar. Engu að síður eru til myndir af niðurstöðum þess þegar einstökum forsendum er hnikað til (Laxar fiskeldi- Matsskýrsla-2018). Þegar forsendum líkansins er einungis breytt á þann veg að hlutföllum snemmbúins stroks vs. síðbúins stroks er hliðrað úr 50:50 í 30:70 (eins og mögulega gæti gefið raunsannari mynd) kemur fram að engin á sem notuð er til viðmiðunar fer yfir 4% þröskuldsgildið í fjölda eldisfiska af heildar klakfiskastofni.

Mynd 1. Niðurstaða áhættumatslíkansins þegar hlutföllum snemmbúins stroks og síðbúins stroks er hliðrað úr 50:50 í 30:70 en aðrar breytur látnar standa óbreyttar. (Laxar fiskeldi- Matsskýrsla-2018)

 

  1. Endurheimtur gönguseiða.

Almennt er viðurkennt að lakari endurheimtur gönguseiða úr hafi sé ein helsta skýringin á hruni náttúrulegra laxastofna í Atlantshafi. Hrunið varð samtímis í nánast öllum laxastofnum á skömmum tíma, einkum á árabilinu 1985-1990, meira í suðlægari löndum og meira í þeim löndum þar sem ekkert laxeldi var eða er til staðar (mynd 2). Raunar var hrunið hafið áður en laxeldið var orðið svo nokkru næmi. Til að bregðast við lélegri laxagengd hafa villt gönguseiði verið alin upp í fiskeldisstöðvum og sleppt í ár, í marga áratugi. Afrakstur þess er hinsvegar að jafnaði mjög lítill. Þannig voru meðaltals endurheimtur merktra gönguseiða á Íslandi á árabilinu 1986-1991 um 0,68% (Magnús Jóhannsson ofl. 1994, skýrsla VMST-S/94011.). Nýverið gaf NASCO út skýrslu þar sem áhætta og ávinningur slíkrar fiskiræktar er metinn og er hún áhugavert innlegg í umræðuna um verndun og uppbyggingu villtra laxastofna (NASCO. 2017).

Mynd 2. Þróun á afla (tonn heilfiskur) villtra laxa í N-Atlantshafi á árabilinu 1960-2017. Svæðaskipting einkennd með litum (ICES, 2018).

 

Þess eru örugglega fá dæmi að endurheimtur alinna gönguseiða hafi náð 5% hér á landi eins og notað er sem viðmiðunartala í áhættumatslíkaninu. Þekkt er að endurheimtur alinna eldisgönguseiða er mun lakari en alinna villtra seiða. Því er stuðst við stuðulinn 0,37 sem er niðurstaða norskrar tilraunar frá 1997. Það gefur reiknaðar mögulegar endurheimtur laxeldisseiða upp á 1,85% (5% x 0,37). Í áðurnefndum umfangsmiklum sleppi- og endurheimtutilraunum MRI, hvar eldisfiski var sleppt úr eldiskví, en var bæði endurheimtur með veiðum í sjó og í ferskvatni, var heildar endurheimtuhlutfall gönguseiða sem sleppt var að vori eða fyrri part sumars (n= 64 þúsund sleppt, þyngd <230g) samtals 0,36% (Skilbrei et al. 2015). Tekið er fram að ekki sé sjálfgefið að sá hluti fisksins sem veiddur var í net og gildrur á strandsvæðum hefði náð að ganga upp í ferskvatn. Til áréttingar er tafla með niðurstöðum endurheimtutilrauna MRI birt hér neðar (Tafla).

 

 

Tafla. Yfirlit yfir niðurstöður sleppi- og endurheimtutilrauna norsku Hafrannsóknarstofnunarinnar, framkvæmdar 2005-2010. Niðurstöðurnar eru flokkaðar eftir stærð seiða/fiska og tíma þegar þeim var sleppt lausum úr kví (Skilbrei et al. 2015).

 

Af töflunni má sjá niðurstöður lang viðamestu rannsókna sem gerðar hafa verið á endurheimtum sloppinna eldislaxa. Þar kemur fram að endurheimtur vorgönguseiða sem sleppt var að vori voru í heild 0,36%. Það eru meira en fimmfalt minni endurheimtur við snemmbúið strok en kosið er að miða við í áhættumatinu (1,85%), og sagt ákveðið í varúðarskyni. Tekið er fram í svari við athugasemdum að líklega er um eitthvað ofmat að ræða og vissulega má taka undir það út frá fyrirliggjandi tilraunaniðurstöðum og mælingum af endurheimtum villtra gönguseiða í íslenskum ám. Fróðlegt er að prófa að hnika endurheimtuhlutfalli villtu gönguseiðanna sem stuðst er við í líkaninu niður í 3% og halda lifunarhlutfallinu milli villtra- og eldisgönguseiða áfram 0,37 og öðrum forsendum óbreyttum. Þá verða ætlaðar endurheimtur eldisgönguseiða úr snemmbúnu stroki 1,11% í stað 1,85%. Niðurstaðan sést á mynd 3. Allar árnar sem líkanið skoðar verða með áætlaðan eldislax undir 4% þröskuldsgildinu og metið burðarþol verður eitt takmarkandi þáttur við fyrirhugaða uppbyggingu laxeldis.

 

 

  1. Síðbúið strok, endurheimtur og fjöldi fiska.

Í svari Hafrannsóknarstofnunar vegna athugasemda við áhættumatið kemur fram að gert er ráð fyrir að 3,3% laxa sem sleppa við síðbúið strok gangi upp í ár. Það er öndvert við allar raunmælingar að endurheimtur stærri laxa séu meiri en endurheimtur á smoltum sem sleppa. Miðað við mældar niðurstöður norsku hafrannsóknarstofnunarinnar (sjá töflu) eru þetta á bilinu 10-40X meiri ætlaðar endurheimtur en mældar hafa verið. Síðan er tekið til við að máta líkanið við fjölda veiddra eldislaxa á síðastliðnu sumri. Þar segir:

 

„Í áhættumati er gert ráð fyrir að 3,3% af strokulöxum úr síðbúnu stroki gangi í ár. Ef 22 laxar hafa gengið í ár og það hafi verið 3,3% af þeim sem sluppu hafa því samkvæmt mati 660 laxar sloppið. Í fyrra var tilkynnt strok 142.975 laxa í Noregi. Miðað við framleiðslutölur er það um 0,11 laxar á framleitt tonn. Það gæfi miðað við 10.000 tonna eldi 1.100 laxa. Þessar frumniðurstöður vöktunar bendir til þess að áhættumatið gefi nokkuð raunhæfa mynd“.

Hér er eitthvað brogað í útreikningum. Í áhættumatinu er nefnilega gert ráð fyrir að 0,8 fiskar sleppi á hvert tonn framleitt (en ekki 0,11) vegna þess að notast er við margföldunarstuðlinn 4. Við það voru gerðar athugasemdir sem svarað er seinna í svari Hafrannsóknarstofnunar.

 

Samkvæmt ársskýrslu dýralæknis fiskisjúkdóma:

(http://www.mast.is/library/Sk%C3%BDrslur/%C3%81rssk%C3%BDrsla%20d%C3%BDral%C3%A6knis%20fisksj%C3%BAkd%C3%B3ma%202018.pdf) var heildar framleiðsla á laxi 13.448 tonn árið 2018. Samkvæmt áhættumatslíkaninu hefðu þá 10.758 laxar átt að hafa sloppið. Ef við gerum (eins og í líkaninu) ráð fyrir að 50% þeirra hafi verið við síðbúið strok sem birtast þá á árinu 2018 gerir það 5380 laxar og 3,3% þeirra hafa gengið upp í ár, eða 177 laxar og við 50% veiðiálag hefðu 88 eldislaxar átt að hafa veiðst. Því verður ekki séð að áhættumatið, eins og það var lagt fram, endurspegli eitt eða neitt í þessu tilliti eins og reynt er að leiða í ljós með reikningskúnstum í svarinu við athugasemdunum.

Það er auðvitað fagnaðarefni ef á að endurskoða þann stuðul sem notaður er til að meta fjölda tapaðra laxa fyrir hvert tonn framleitt (úr 0,8/tonn í 0,11/tonn) og miða hann við tölur sem nálgast raunveruleikann. Það var lagt til í athugasemdum. Búast má við að Hafrannsóknarstofnun birti niðurstöðuna við fyrsta tækifæri endurskoðunar á áhættumatinu. Nærtækt er að fá tölur frá Noregi yfir fangaða og talda eldislaxa og bera saman við uppgefinn fjölda strokulaxa. Ef tölur eru skoðaðar yfir fjölda tilkynntra sloppinna eldislaxa og stangveiddra eldislaxa í Noregi sést að fylgnin er 0,33 sem merkir að þar er nánast ekkert samband (mynd 4., SSB.no). Athuga þarf að varasamt getur verið að horfa á meðaltals hlutfall eldislaxa í á í stóra samhenginu. Miðgildi gefur réttari mynd. Ef t.d. veiðast 5 villtir laxar í á og 5 eldislaxar gerir það 50% hlutfall eldislaxa í viðkomandi smáá.

Mynd 4. Þróun í hlutfalli stangveiddra eldislaxa og fjölda skráðra sloppinna eldislaxa í Noregi.

 

Loks er athyglisvert að skoða niðurstöðu líkansins ef endurheimtustuðull villtra slepptra gönguseiða er færður niður úr 5% í 4%, kynþroskastuðullinn úr 15% í 14% og fjöldi sloppinna fiska úr 0,8/tonn niður í 0,7/tonn. Niðurstaðan verður (mynd 5) að allar ár lenda undir 4% innblöndunarhlutfallinu og burðarþolsmatið verður eitt takmarkandi.

 

Mynd 5. Niðurstaða áhættumats ef þremur stuðlum er hnikað til, endurheimtuhlutfall villtra eldisgönguseiða úr 5% í 4% (sem gerir skv. líkani endurheimtuhlutfall eldisseiða 1,48 í stað 1,85), kynþroski síðbúinna strokinna fiska færður úr 15% í 14% og mati á fjölda sloppinna eldisfsika breytt úr 0,8 pr. framleitt tonn í 0,7 pr. framleitt tonn. Annað er óbreytt (Matsskýrsla- Laxar fiskeldi-2018).

 

Athyglisverður stuðull í líkaninu, sem hefur talsvert mikið vægi, er kallaður heimsæknistuðull. Í áhættumatsskýrslunni er hann útskýrður þannig: „Gera má ráð fyrir því að sjógönguseiði upplifi eldiskvíar og ströndina nálægt þeim sem heimkynni sín. Því getur valdið lykt af fiski og þá sérstaklega af kynþroska fiski. Þetta leiðir til tregðu þeirra að leita lengra burt. Í fyrsta mati gerum við ráð fyrir að lykt jafngildi fiskmagni á við 20% strokulaxa frá strokustað. Þessi stuðull hefur nokkuð mikil áhrif og stærð hans mun verða ljósari með vöktun“.

Nauðsynlegt er að fá nánari útskýringar á forsendum og fræðilegum bakgrunni þessa stuðuls og tölulegrar ákvörðunar á honum. Því var 20% valið en ekki 10% eða 30%? Lykt af hvaða kynþroska fisk ætli sé verið að tala um? Hvernig og hvenær ætli lyktarskyns-innprentun (olfactory inprinting) seiðanna hafi farið fram?

 

Í áhættumatsskýrslunni er einnig tekið fram að náttúrulegt flakk geti í sumum tilfellum orðið nokkuð hátt eða allt að 10% til 20% (Stabell 1984). Umfjöllun um það má einnig sjá í skýrslu Árna Ísakssonar frá 1994, m.a. um náttúrlegt flakk við seiðasleppingar og hafbeit fyrri ára, eins og áður sagði. Einnig koma fram háar tölur fyrir náttúrulegt flakk hjá Atlantshafslaxi í yfirlitsgrein frá 2014 (Keifer og Caudill, 2014). Náttúrulegt flakk er talið mikilvægt til að viðhalda erfðabreytileika hjá laxastofnum, sérstaklega ef stofnar eru litlir. Sú staðreynd finnst mér skipta máli, nú þegar margir smáir aðgreinanlegir stofnar eru sagðir fundnir í smáum ám á Vestfjörðum og sunnanverðum Austfjörðum. Í áhættumatsskýrslunni segir einnig: „Þröskuldsgildið fyrir enga eða nær enga hættu á erfðablöndun var því valið með tilliti til lægri marka náttúrulegs flakks sem er um 4% en 10% fyrir mikla hættu á erfðablöndun sem efri mörk áhættudreifingar“. Ekki er hægt að skilja þetta öðruvísi en að átt sé við að náttúrulegt flakk sé metið mikið í ám nálægt eldissvæðunum en minna annars staðar. Er vitað hvernig náttúrulegt flakk skiptist svæðisbundið eða milli áa á Íslandi? Er þá hægt að leggja mat á hvað náttúruleg erfðablöndun á mikinn þátt í að viðhalda erfðabreytileika í laxastofnunum? Er reiknað með að „náttúrulegt“ flakk kynbættra eldisgönguseiða sé sambærilegt og viltra eldisseiða?

 

Lokaorð.

Enginn ágreiningur hefur verið gerður um að eldislax sleppur úr kvíum, getur gengið upp í ár og tekið þátt í æxlun við villtan lax. Flestir hallast einnig að því að fjöldi frjórra eldislaxa sem ganga í ár auki líkur á erfðablöndun, þó það sé ekki einhlýtt að erfðablöndun mælist þrátt fyrir marga eldislaxa í á (sjá t.d. Glover et al. 2012). Ástand villtu stofnanna skiptir miklu svo samkeppni á hrygningartíma og á seiðastigi sé næg, einkanlega í þeim ám sem hafa getu til að framleiða mikið af seiðum. Kynbætur í 12-15 kynslóðir hafa hinsvegar dregið verulega úr hæfni eldislaxins til að komast af í náttúrunni. Það er órökrétt að mikil hætta stafi af fiski sem hefur skerta getu til að fjölga sér og komast af við náttúrulegar aðstæður.

Þegar áhættumatslíkanið var kynnt sumarið 2017 var tekið fram að ætlunin væri að notast við bestu fáanlegu gögn og rannsóknir. Mér sýnist vafamál að það sé gert og stundum notast við tölulega stuðla án sérstakra raka. Þess vegna eru þessar athugasemdir skrifaðar.

Ólafur I. Sigurgeirsson

Lektor í fiskeldi við Háskólann á Hólum

 

Heimildir (þessarar greinar og athugasemda á samráðsgátt):

 

Abrantes,K.G.,Lyle,J.M.,Nichols,P.D.,andSemmens,J.M.2011.Do exotic salmonids feed on native fauna after escaping from aquaculture cages in Tasmania, Australia? Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Sciences, 68: 1539–1551.

Anon 2018. Rømt oppdrettslaks i vassdrag. Rapport fra det nasjonale overvåkingsprogrammet 2017. Fisken og havet, særnr.2-2018

Árni Jóhann Óðinsson. 1991 Fiskrannsóknir í Breiðdalsá 1990. Veiðimálastofnun VMST-A/910005.

Árni Friðriksson. 1940. Lax-rannsóknir 1937-1939. Rit Fiskideildar 1940 – nr. 2. Atvinnudeild Háskólans.

Castellani M, Heino M, Gilbey J, Araki H, Svåsand T, Glover KA. Modeling fitness changes in wild Atlantic salmon populations faced by spawning intrusion of domesticated escapees. Evol Appl. 2018;11:1010–1025. https://doi.org/10.1111/eva.12615

Chittenden CM, Rikardsen AH, Skilbrei OT, Davidsen JG, Halttunen E, Skardhamar J, Scott McKinley R (2011) An effective method for the recapture of escaped farmed salmon. Aquacult Environ Interact 1:215-224. https://doi.org/10.3354/aei0002

Fleming, I. A., Hindar, K., Mjolnerod, I. B., Jonsson, B., Balstad, T., & Lamberg, A. (2000). Lifetime success and interactions of farm salmon invading a native population. Proceedings of the Royal Society of London Series B-Biological Sciences, 267, 1517–1523.

Fleming, I. A., Jonsson, B., Gross, M. R., & Lamberg, A. (1996). An experimental study of the reproductive behaviour and success of farmed and wild Atlantic salmon (Salmo salar). Journal of Applied Ecology, 33, 893–905.

Fleming, I. A., Lamberg, A., & Jonsson, B. (1997). Effects of early experience on the reproductive performance of Atlantic salmon. Behavioral Ecology, 8, 470–480.

Garcia de Leaniz, C., I. A. Fleming , S. Einum , E. Verspoor , W. C. Jordan , S. Consuegra , N. Aubin-Horth , D. Lajus , B. H. Letcher , A. F. Youngson , J. H. Webb , L. A. Vøllestad, B. Villanueva, A. Ferguson and T. P. Quinn. (2007). A critical review of adaptive genetic variation in Atlantic salmon: implications for conservation. Biol. Rev. (2007), 82, pp. 173–211. 173 doi:10.1111/j.1469-185X.2006.00004.x

Glover, K. A., Pertoldi, C., Besnier, F., Wennevik, V., Kent, M., and Skaala, Ø. (2013). Atlantic salmon
populations invaded by farmed escapees: quantifying genetic introgression with a Bayesian approach and SNPs. BMC Genetics, 14: 4.

Glover, K. A., Skaala, O., Sovik, A. G. E., & Helle, T. A. (2011). Genetic differentiation among Atlantic salmon reared in sea-cages reveals a nonrandom distribution of genetic material from a breeding programme to commercial production. Aquaculture Research, 42, 1323–1331.

Glover, K. A., Quintela, M.,Wennevik, V., Besnier, F., Sørvik, A.G.E., and Skaala, Ø. (2012). Three decades of farmed escapees in the wild: A spatio-temporal analysis of population genetic structure throughout Norway. PLoS ONE, 7: e43129.

Glover, K. A., Solberg, M. F., McGinnity, P., Hindar, K., Verspoor, E., Coulson, M. W., … Svåsand, T. (2017). Half a century of genetic interaction between farmed and wild Atlan tic salmon: Status of knowledge and unanswered questions. Fish and Fisheries, 18(5), 890–927. https://doi.org/10.1111/faf.12214

Glover,K.A.,  Monica F. Solberg, Francois Besnier & Øystein Skaala. 2018. Cryptic introgression: evidence that selection and plasticity mask the full phenotypic potential of domesticated Atlantic salmon in the wild. Scientific Reportsvolume 8, Article number: 13966 (2018)

Gudjonsson, Th. 1977. Recaptures of Atlantic salmon tagged at the estuarv of the river Glfusa-Hvita. Iceland. ICES CM 1977/M: 46.

Gudjonsson, Th. 1973. Smolt rearing, stocking and tagged adult salmon recapture in Iceland. International Atlantic Salmon Foundation. Special Publication Series, 4(l): 227-235.

Guðjónsson, Þór. 1989. Frá starfsemi laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði. Uppruni laxastofnsins í stöðinni, seiðatölur, hafbeit og seiðaframleiðsla. Skýrsla Veiðimálastofnunar (VMST-R/89022

Guðni Guðbergsson, Þórólfur Antonsson og Sigurður Már Einarsson. 2011, Fiskrækt með seiðasleppingum. Stefna Veiðimálastofnunar. Niðurstöður fagfunda, samantekt:  VMST/11059 Desember 2011).

Gunnar Þórðarson. 2017. Kynþroskahlutfall sláturlax hjá Arnarlaxi (Framkvæmt 1. desember 2017. Matís. Skýrsla unnin fyrir LF og Hafró vegna áhættumats.

Hansen, L. P. 2006. Migration and survival of farmed Atlantic salmon (Salmo salar L.) released from two Norwegian fish farms. ICES Journal of Marine Science, 63: 1211–1217.

Hansen, L.P. and Jonsson, B. 1989. Salmon ranching experiments in the river Imsa: Effect of timing of Atlantic salmon (Salmo salar) smolt migration on survival to adults. Aquaculture 82:367-373.

Hansen, L.P. and Jonsson, B. 1991a. The timing of Atlantic salmon smolt and post-smolt release on the distribution of adult return. Aquaculture 98:61-71.

Hansen, L. P., and Youngson, A. F. 2010. Dispersal of large farmed Atlantic salmon, Salmo salar, from simulated escapes at fish farms in Norway and Scotland. Fisheries Management and Ecology, 17: 28–32.

Hansen, T. J. Per Gunnar Fjelldal, Ole Folkedal, Tone Vågseth, Frode Oppedal. 2017. Effects of light source and intensity on sexual maturation, growth and swimming behaviour of Atlantic salmon in sea cages. Aquacult Environ Interact. Vol. 9: 193–204,

Harmon, P.R., B.D. Glebe and R.H. Peterson. 2003. The effect of photoperiod on growth and maturation of Atlantic salmon (Salmo salar) in the Bay of Fundy. Project of the Aquaculture Collaborative Research and Development Program. Can. Tech. Rep. Fish. Aquat. Sci. 2458: iv + 16 p.

Hislop, J. R. G., and Webb, J. H. 1992. Escaped farmed Atlantic salmon, Salmo salar L., feeding in Scottish coastal waters. Aquaculture and Fishery Management, 23: 721–723.

Isaksson, A., S. Oskarsson, S. M. Einarsson, and J. Jonasson. Atlantic salmon ranching: past problems and future management. ICES Journal of Marine Science, 54: 1188-l 199. 1997

Iversen, M., Myhr, A. I. & Wargelius A., 2016. Approaches for delaying sexual maturation in salmon and their possible ecological and ethical implications, Journal of Applied Aquaculture, Volume 28, Issue 4

Jonsson, B., and Jonsson, N. 2006. Cultured Atlantic salmon in nature: a review of their ecology and interaction with wild fish.ICESJourna lof Marine Science, 63: 1162–1181.

Jonsson, N., Jonsson, B., and Hansen, L. P. 2003. Marine survival and growth of wild and released hatchery-reared Atlantic salmon. Journal of Applied Ecology, 40: 900-911.

Kanstad-Hanssen, Ö.,  Sondre Bjørnbet, Vemund Gjertsen og Anders Lamberg 2016: Drivtelling av gytefisk, med registrering av innslag og uttak av rømt oppdrettslaks, i lakseførende elver i Nordland og Troms i 2015. Ferskvannsbiologen, rapport nr 2016-2.

Keffer, M.L. & Caudill, C.C., 2014. Homing and straying by anadromous salmonids: a review of mechanisms and rates. Rev Fish Biol Fisheries, 24:333-368.

Lamberg, A.,  Øyvind Kanstad Hanssen, Rita Strand, Vemund Gjertsen og Sondre Bjørnbet 2016:Innslag av rømt oppdrettslaks i Orkla og Gaula i 2013 ti l 2015, en test av metoder. SNA-rapport nr 4-2016.

Leclercq, E., J.F. Taylor, M. Sprague and H. Migaud. 2011. The potential of alternative lighting‐systems to suppress pre‐harvest sexual maturation of 1+ Atlantic salmon (Salmo salar) post‐smolts reared in commercial sea‐cages. Aquacultural Engineering, Volume 44, Issue 2, Pages 35‐47

Magnús Jóhannsson, Árni Ísaksson, Þröstur Elliðason og Sumarliði Óskarsson, 1996. Maintenance of Angling in the Rangá river in Southern Iceland. ICES. C. M. 1996/M:6 : 14 bls.

Magnús Jóhannsson og Sigurður Guðjónsson 1996. Fiskrækt. Freyr. 11:463-471.

McGinnity, P., Prodöhl, P., Ferguson, A., Hynes, R., ó Maoiléidigh, N., Baker, N., Cotter, D., O’Hea, B., Cooke, D., Rogan, G., Taggart, J., & Cross, T. 2003. Fitness reduction and potential extinction of wild populations of Atlantic salmon, Salmo salar, as a result of interactions with escaped farm salmon. Proceedings of the Royal Society of London, Series B, 270: 2443-2450. http://rspb.royalsocietypublishing.org/content/270/1532/2443.full.pdf

Mobley,K.B,  Hanna Granroth-Wilding1, Mikko Ellmen, Juha-Pekka Vähä, Tutku Aykanat, Susan E. Johnston, Panu Orell, Jaakko Erkinaro, Craig R. Primmer. 2019. Home ground advantage: Local Atlantic salmon have higher reproductive fitness than dispersers in the wild. Sci. Adv. 2019; 5 : eaav1112

NASCO. 2017. Understanding the risks and benefits of hatchery and stocking activities to wild Atlantic salmon populations. 2017. Report of a Theme-based Special Session of the Council of NASCO. NASCO Council document CNL(17)61. 116pp. ISBN: 978-0-9514129-7-8

 

NN, 2017. Samarbeidsprosjektet Elvene Rundt Trondheimsfjorden og SalMar ASA 2017. Rapport 30 – 2017, Veterinærinstituttet.( https://www.vetinst.no/rapporter-og-publikasjoner/rapporter/2017/samarbeidsprosjektet-elvene-rundt-trondheimsfjorden-og-salmar-asa-2017).

  1. 2018. ICES. North Atlantic Salmon Stocks. https://doi.org/10.17895/ices.pub.4335

 

Piggins, D. J., and Mills, C. P. R. 1985. Comparative aspects of the biology of naturally produced and hatchery-reared Atlantic salmon smolts (Salmo salar L.). Aquaculture, 45: 321-333.

Olsen, R. E., and Skilbrei, O. T. 2010. Feeding preference of recaptured Atlantic salmon Salmo salar following simulated escape from fish pens during autumn. Aquaculture Environment Interactions, 1: 167–174.

Oppedal,f., G. L. Taranger, J-E. Juell, T. Hansen., 1999. Growth, osmoregulation and sexual maturation of underyearling Atlantic salmon smolt Salmo salar L. exposed to different intensities of continuous light in sea cages Aquaculture research, 30 (7), 491-499

Oppedal,F., A. Berg, R.E. Olsen, G.L. Taranger, T. Hansen. 2006. Photoperiod in seawater influence seasonal growth and chemical composition in autumn sea-transferred Atlantic salmon (Salmo salar L.) given two vaccines. Aquaculture, 254 (2006), pp. 396-410

Saloniemi, I., Jokikokko, E., Kallio-Nybreg, I., Jutila, E., and Pasanen, P. 2004. Survival of reared and wild Atlantic salmon smolts: size matters more in bad years. ICES Journal of Marine Science, 61: 782-787.

Skaala, Ö., Sofie Knutar, Kevin Glover. 2016. Rømt og vill fisk i Etneelva; resultat frå den heildekkande fiskefella. Etneelva-2016-Årsrapport-Havforskingsinstituttet. (http://utfisking.no/wp-content/uploads/2017/03/Etneelva-2016-%C3%85rsrapport-Havforskingsinstituttet.pdf)

Skaala, Ø.,  Francois Besnier  Reidar Borgstrøm  BjørnTorgeir Barlaup  Anne Grete Sørvik  Eirik Normann  Britt Iren Østebø  Michael Møller Hansen  Kevin Alan Glover. 2019. An extensive common‐garden study with domesticated and wild Atlantic salmon in the wild reveals impact on smolt production and shifts in fitness traits. Evolutionary Applications. 2019;1–16.  https://doi.org/10.1111/eva.12777

Skilbrei, O. T. 2010a. Reduced migratory performance of farmed Atlantic salmon post-smolts from a simulated escape during autumn. Aquaculture Environment Interactions, 1: 117–125.

Skilbrei, O. T. 2010b. Adult recaptures of farmed Atlantic salmon postsmolts allowedto escape during summer. AquacultureEnvironment Interactions, 1: 147–153.

Skilbrei, O. T. 2013. Migratory behaviour and ocean survival of escaped out-of-season smolts of farmed Atlantic salmon Salmo salar. Aquaculture Environment Interactions, 3: 213–221.

Skilbrei,O.T.,Finstad,B.,Urdal,K.,Bakke,G.,Kroglund,F.,and Strand, R. 2013. Impact of early salmon louse, Lepeophtheirus salmonis, infestation and differences in survival and marine growth of sea-ranched Atlantic salmon, Salmo salar L., smolts 1997–2009. Journal of Fish Diseases, 36: 249–260.

Skilbrei, O.T., Heino, M., & Svåsand, T., 2015, Using simulated escape events to assess the annual numbers and destinies of escaped farmed Atlantic salmon of different life stages from farm sites in Norway, ICES Journal of Marine Science, 72(2), 670–685. doi:10.1093/icesjms/fsu133

Skilbrei,O.T.,Holst,J.C.,Asplin,L.,andHolm,M.2009.Verticalmovements of “escaped” farmed Atlantic salmon (Salmo salar) – a simulation study in a western Norwegian fjord. ICES Journal of Marine Sciences, 66: 278–288.

Skilbrei, O. T., Holst, J. C., Asplin, L., and Mortensen, S. 2010. Horizontal movements of simulated escaped farmed Atlantic salmon (Salmo salar) in a western Norwegian fjord. ICES Journal
of Marine Science, 67: 1206–1215.

Skilbrei,O.T.,andJørgensen,T.2010.Recaptureofculturedsalmonfollowing a large-scale escape experiment. Aquaculture Environment Interactions, 1: 107–115.

Skilbrei, O. T., Skulstad, O. F., and Hansen, T. 2014. The production regime influences the migratory behaviour of escaped farmed Atlantic salmon (Salmo salar L.). Aquaculture, 424–425: 146–150.

Skilbrei, O. T., and Wennevik, V. 2006. The use of catch statistics to monitor the abundance of escaped farmed Atlantic salmon and rainbow trout in the sea. ICES Journal of Marine Science, 63: 1190–1200.

Skoglund, H.,  Bjørn T. Barlaup, Eirik Straume Normann, Tore Wiers, Gunnar Bekke Lehmann, Bjørnar Skår, Ulrich Pulg, Knut Wiik Vollset, Gaute Velle, Sven-Erik Gabrielsen & Sebastian Stranzl. 2016: Gytefisktelling og uttak av rømt oppdrettslaks i elver på Vestlandet høsten 2015. LFI-rapport nr 266.. http://www.fiskeridir.no/content/download/15892/230770/version/6/file/uniresearch-gytefisktelling-romtlaks-2015.pdf

Sigurður Guðjónsson, 1995. Fiskrækt með seiðasleppingum. Kímblaðið. 8: 20-23.

Solberg, M. F., Zhang, Z. W., Nilsen, F. & Glover, K. A. 2013. Growth reaction norms of domesticated, wild and hybrid Atlantic salmon families in response to differing social and physical environments. Bmc Evolutionary Biology 13, 234,  https://doi.org/10.1186/1471-2148-13-234 (2013).

Solem, Ø., Hedger, R. D., Urke, H. A., Kristensen, T., Økland, F., Ulvan, E. M., and Uglem, I. 2013. Movements and dispersal of farmed Atlantic salmon following a simulated-escape event. Environmental Biology of Fishes, 96: 927–939.

Soto, D., Jara, F., and Moreno, C. 2001. Escaped salmon in the inner seas, southern Chile: facing ecological and social conflicts. Ecological Applications, 11: 1750-1762

Taranger, G.L., Svåsand, T., Kvamme B.O., Kristiansen T. S. and Boxaspen K.K. (2012). Risk assessment of Norwegian aquaculture [Risikovurdering norsk fiskeoppdrett] (In Norwegian). Fisken og havet, særnummer 2-2012. 131 pp.

Taranger, G.L., Svåsand, T., Kvamme, B.O., Kristiansen T.S., and Boxaspen, K. (Eds) (2014). Risk assessment of Norwegian aquaculture 2013 (in Norwegian). Fisken og Havet, Særnummer 2-2014.

 

 

 

 

 

DEILA