Bindindi borgar sig : allsgáð æska

Fréttatilkynning frá Bindindissamtökunum  IOGT á Íslandi:
Samráðsvettvangurinn Allsgáð æska heldur málþing í Gerðubergi mánudaginn 18. febrúarnæstkomandi klukkan 17:00 – 19:00.
Með fundinum er ætlunin að valdefla foreldra í vímuefnaforvörnum. Þessi vettvangur hefur kallað til þá sem vinna að einhverju leyti með, eru sérfróðir eða hafa sérstaka reynslu tengda börnum, ungmennum eða foreldrum.
Samráðsvettvangurinn Allsgáð æska fjallar um valdeflingu foreldra út frá mörgum hliðum og er ekkert óviðkomandi. Bindindissamtökin IOGT á Íslandi, Olnbogabörn og Vímulaus æska standa á bakvið málþingin enda hafa þau unnið lengi á þessum vettvangi.
Á málþinginu 18. febrúar koma með innlegg: Auður Axelsdóttir Iðjuþjálfi sem fjallar um „valdeflingu aðstandenda“, Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu sem fjallar um „Ökumenn framtíðarinnar, Guðmundur Fylkisson lögreglumaður fjallar um „Týndu börnin“ og Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir fjallar um „Áhrif kannabisneyslu á geðheilsu“
Til skemmtunar í hléi munu þau Unnur Birna, Björn Thoroddsen og Sigurgeir Skafti flytja tónlist af efnissskrá sem þau munu á næstunni flytja á tónleikaferð sinni um landið.
Boðið verður upp á táknmálstúlkun og hægt verður að nálgast streymisútsendingu frá málþinginu í gegn um heimasíður samtakanna sem að því standa, iogt.is, olnbogabornin.is og foreldrahus.is, auk heimasíðu Félags heyrnarlausra deaf.is
Nánari upplýsingar:
Á Facebook: Allsgáð æska-vímuefnaforvarnir og valdefling foreldra
Aðalsteinn Gunnarsson 895 5030
DEILA