Kristian Matthíasson, fráfarandi framkvæmdastjóri Arnarlax segist vera stoltur af uppbyggingu Arnarlax síðustu ár. Hann segir að viðskiptin með hlutabréf fyrirtækisins núna staðfesti að fyrirtækið er sterkt og að mat fjárfesta er að það eigi bjarta framtíð. Öflugir fjárfestar vilji setja mikla peninga í fyrirtækið og hafi trú á því. Verðmæti þess upp á liðlega 20 milljarða króna segi sína sögu. Þetta er staðan eftir nokkura ára starf okkar, segir Kristian, af því er ég stoltur.
Hann bendir einnig á að verðmætin í fyrirtækinu byggist á staðsetningu þess á Vestfjörðum og sérstaklega í Arnarfirði.
Kristian Matthíasson tilkynnti í haust að hann hygðist flytjast aftur til Noregs í sumar og hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri. Hann er einn af Íslendingunum sem á hlut í Arnarlax. „Við feðgar eigum um 7% hlut“ segir Kristian. Aðspurður hvort hann myndi selja sinn hlut, en fyrir liggur að SalMar muni bjóða öðrum hluthöfum að kaupa af þeim eftir að það eignaðist meirihæuta hlutafjár í Arnarlax sagði Kristian að of snemmt væri að svara því. Fyrst vildi hann fá tilboðið frá Salmar og íhuga svo málið.
Kjartan ólafsson, ftjórnarformaður sagði í samtali við Bæjarins Besta í gærkvöldi að hann vildi eiga áfram sinn hlut og hyggðist vinna áfram að uppbyggingu þess.