Atvinnuvegaráðuneytið: engar lagaheimildir fyrir hendi fyrir gjaldtöku af byggðakvóta

Bæjarins besta hefur fengið afrit af svarbréfi Atvinnuvegaráðuneytisins til Tálknafjarðarhrepps þar sem reglur um byggðakvóta voru afgreiddar af hálfu ráðuneytisins. Sveiatstjórnin hafði samþykkt að þeir sem fengju byggðakvóta myndu greiða 20 kr/kg til sveitarfélagsins og andvirðið notað til verkefnis í hreppnum.

Vísað er í bréf Tálknafjarðarhrepps um úthlutunarreglur Tálknafjarðarhrepps á byggðakvóta 2018/2019.

Svarbréfið:

Ráðuneytið hefur farið yfir tillögur/óskir Tálknafjarðarhrepps, sem eru þar fram settar og er niðurstaðan þessi:

Tillaga nr. 2.1. um skiptingu byggðakvótans er samþykkt.
Tillaga nr. 2.2. um skilyrði fyrir afnámi vinnsluskyldu er hafnað áþeirri forsendu að engar lagaheimildir eru fyrir hendi til að setja slíkt ákvæði.
Tillaga nr. 2.3. er samþykkt.

Að því sögðu verða sérreglur Tálknafjarðarhrepps eftirfarandi:

Tálknafjörður.

Ákvæði reglugerðar nr. 685 frá 5. júlí 2018 gilda um úthlutun byggðakvóta Tálknafjarðar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a)        Ákvæði 1.  málsl. 1. og 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, á þann veg 30% skal skipt jafnt á þá báta sem landað hafa sínum afla fiskveiðiárið 2017/2018 í Tálknafirði og uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar. 70%  skal skipt hlutfallslega, miðað við allan landaðan botnfiskafla til vinnslu í Vestur-Barðastrandasýslu í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, á tímabilinu 1. september 2017 til 31. ágúst 2018.

b)        Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta í Tálknafjarðarhöfn til vinnslu innan byggðarlaga í Vestur- Barðastrandarsýslu, á tímabilinu frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

DEILA