Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur hafnað tilraun Tálknafjarðarhrepps til að nýta byggðakvóta til eflingar annars atvinnulífs en sjávarútvegs. Ekki virðist vera lagaheimild til staðar sem heimili slík ákvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri ritar á vef Tálknafjarðarhrepps.
Hrepspnefndin hafði samþykkt í síðasta mánuði að setja sem skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta að þeir sem kvótann fengju féllust á að greiða 20 kr/kg sem renna skyldi í sjóð til uppbyggingar dvalarheimilis á Tálknafirði
Eftir stendur að reglur Tálknafjarðarhrepps eru því óbreyttar frá síðasta fiskveiðiári, löndunarskylda er í Tálknafjarðarhöfn, vinnsluskylda innan byggðarlaga í Vestur – Barðastrandarsýslu, 30% aflaheimilda skipt jafnt milli þeirra útgerða sem sækja um byggðkvóta og 70% skipt hlutfallslega. Fiskistofa mun fljótlega auglýsa eftir umsóknum um byggðakvóta.