Ísfirðingurinn Þormóður Eiríksson átti mörg lög sem fengu verðlaun í Hlustendaverðlaunum Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Hann samdi lög fyrir flytjendur eins og Króla, Herra Hnetusmjör og Huginn sem fengu verðlaun.
Bæjarins besta sendi honum nokkrar spurningar.
Hvað ertu búinn að vera lengi í þessum lagasmíðum og hvernig verða lögin til ?
Ég hef verið með áhuga á tónlist síðan ég man eftir mér. En byrjaði að vinna með öllum þessum listamönnum fyrir tveim árum. Ég geri allt undirspilið, svo semur söngvarinn/rapparinn texta yfir það og við vinnum saman að laginu þangað til að það er tilbúið.
Hvað er framundan næstu mánuði?
Er að vinna að þó nokkrum plötum og lögum. Það er slatti af tónlist á leiðinni 2019.
Kemurðu þá ekki lítð vestur og ferðu á skíðasvæðið?
Ég kem af og til vestur til að slaka á, fara á snjóbretti og hitta vini og fjölskyldu.