Vestfirðingar í framboði fyrir Vöku

Í gær var sagt frá fjórum vöskum Vestfirðingum sem eru í framboði fyrir Röskvu í stúdentapólitíkinni í Háskóla Íslands.

Nú hafa borist ábendingar um fleiri Vestfirðinga sem eru í framboði í þessum kosningum.

Birta Eik F. Óskarsdóttir frá Patreksfirði er í 5. sæti á lista Vöku til kosninga á Félagsvísindasviði og Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir frá Ísafirði er í sjötta sæti á sama lista.

Vaka er félag lýðræðissinnaðra stúdenta og var stofnað 1935 sem mótvægi við félag róttækra háskólastúdenta sem þá hafði nýlega verið stofnað. Fyrsti formaður þess var Jóhann Hafstein, sem síðar varð forsætisráðherra.

Birta Eik F. Óskarsdóttir.
Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir.
DEILA