Dýrafjarðargöng – Íslandsmet í gangagreftri

Nýtt met var slegið í gangagreftri í vikunni sem leið þegar göngin lengdust um 111,0 m og er það einnig nýtt íslandsmet; til hamingju verktakar!

Lengd ganga Dýrafjarðarmegin er þá orðin 796,8 m og samanlögð lengd ganga 4.454,4 m sem er 84,0% af heildarlengd. Lengd að gegnumbroti er nú 846,6 m.

Framundan er næst síðasta útskotið og verður framvinda því hægari en ella en hver veit, þegar vinnu við útskot líkur, nema enn eitt metið verði slegið á komandi vikum.

DEILA