Ný vinnubátur til Þingeyrar

Í síðustu viku kom til landsins nýr vinnubátur fyrir Arctic Fish.  Báturinn er smíðaður í Póllandi og er 16 metra langur og 9 metra breið tvíbytna. Hann hefur fengið nafnið Hafnarnes og verður með heimahöfn á Þingeyri.  Hafnarnes er afar vel búinn og sérhæfður vinnubátur fyrir fiskeldi. Á vef Landssambands fiskeldisfyrirtækja segir að „þátttaka erlendra fiskeldisfyrirtækja í uppbyggingunni hér á landi leiðir til þess að fyrirtækin á Íslandi fá æ betri búnað og verkfæri og eykur það á öryggi í kringum eldið, bæði fyrir fiska og menn,“ en Arctic Fish er nær öllu leyti í eigu erlendra aðila.

smari@bb.is

DEILA