Nýskráningum fjölgaði um 13%

Ný­skrán­ing­ar einka­hluta­fé­laga í janú­ar  voru 242 tals­ins. Síðustu 12 mánuði, frá fe­brú­ar 2016 til janú­ar 2017, hef­ur ný­skrán­ing­um einka­hluta­fé­laga fjölgað um 13% í sam­an­b­urði við 12 mánuði þar á und­an. Greint er frá þessu á vef Hag­stofu Íslands.

Alls voru 2.698 ný einka­hluta­fé­lög skráð á tíma­bil­inu, borið sam­an við 2.387 á fyrri 12 mánuðum. Hlut­falls­leg fjölg­un ný­skrán­inga var mest í leigu­starf­semi og ým­issi sér­hæfðri þjón­ustu, þar sem þeim fjölgaði úr 179 í 278 á síðustu 12 mánuðum eða um 55%, og í flutn­ing­um og geymslu, þar sem fjölg­un­in var úr 44 í 68 ný­skrán­ing­ar eða um 55%. Í fram­leiðslu fækkaði ný­skrán­ing­um á tíma­bil­inu úr 94 í 84 eða um 11%.

Í janú­ar 2017 voru 70 fyr­ir­tæki tek­in til gjaldþrota­skipta. Gjaldþrota­beiðnum fyr­ir­tækja síðustu 12 mánuði, frá fe­brú­ar 2016 til janú­ar 2017, hef­ur fjölgað um 84% í sam­an­b­urði við 12 mánuði þar á und­an. Alls voru 1.037 fyr­ir­tæki tek­in til gjaldþrota­skipta á tíma­bil­inu, borið sam­an við 564 á fyrra tíma­bili.

smari@bb.is

DEILA