Í fundi hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar fyrir helgi var lögð fram niðurstaða könnunar sem Peter Wild framkvæmdi sumarið 2018 að beiðni Cruise Iceland og Hafnarsambands Íslands. Könnunin var gerð júní – ágúst 2018 meðal farþega á skipum Costa og Cunard. Svör bárust frá 445 farþegum og 384 áhafnarmeðlimum.
Í könnuninni var spurt um útgjöld og hvernig tímanum í landi var varið. Niðurstöður eru mjög sláandi. Áætlað er að heildar bein eyðsla farþega og áhafnar hafi verið um 9,2 milljónir evra eða um 1300 milljónir króna. Bein störf eru talin hafa verið 62.
þegar reiknuð eru afleidd áhrif af þessari innspýtingu inn í hagkerfið á Ísafirði telur Peter Wild að heildar áhrifin séu tvöfalt meiri, tekjur upp á 2,6 milljarða króna og 134 störf.
Það þýðir að hver milljón evra í útgjöldum erlendu gestanna skilaði um 14 störfum á svæðinu.
Um 2/3 af tekjunum eru vegna kaupa á skipulögðum ferðum og um 1/3 eru kaup á veitingum, skemmtun og varningi.
Í könnuninni er miðað við að farþegar sumarið 2018 hafi verið 76.000 og 34.500 úr áhöfn hafi farið í landi eða samtals um 110 þúsund manns.
Fram kemur að meðaleyðsla farþega á dag hafi verið um 120 evrum og meðaleyðsla áhafnarmanns hafi verið 58 evrur.