Frá því er greint á síðu Snæfellsbæjar að hafnar eru framkvæmdir við nýja sjóvörn sem verður fyrir neðan gamla frystihúsið á Hellissandi.
Það er verktakafyrirtæki Grjótverk frá Hnífsdal sem sér um framkvæmdina. Segja má að Hnífsdælingarnir séu komnir í alvöru útrás og þeir sækja sér verkefni langt út fyrir Djúpið.