Þegar Árný Huld Haraldsdóttir, varaoddviti hafði lagt fram tillögu á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps fyrr í dag um að samþykkja þ-H leið brást Ingimar ingimarsson, oddviti við með því að leggja fram tillögu um að setja leiðavalið í íbúakosningu sem yrði eftir 3 mánuði.
Tillagan var svohljóðandi:
,,Undiritaður leggur til við sveitastjórn að haldin verði íbúakosning um legu Vestfjarðarvegar 60 í gegnum Reykhólahrepp. Íbúakosningin verði haldin laugardaginn 6. apríl 2019. Sveitarstjórn sér að öðru leiti um útfærslu íbúakosningarinnar.
Ljóst er að veglagning Vestfjarðarvegar 60 í gegnum Reykhólahrepp er að þeirri stærðargráðu að ærið tilefni er að íbúar koma að málinu og kjósi hvar vegurinn á að liggja um sveitina. Fátt er um annað rætt í samfélaginu og flestir hafa á því skoðun. Ekki var tekist á um þetta mál í sveitarstjórnarkosningum síðasta vor og hafa því að íbúar ekki sagt sína skoðun á málinu. Þess vegna tel ég eðlilegt að íbúar fái að koma að málinu og greiði atkvæði milli þeirra leiða sem sveitarstjórn setur niður.“
Tillagan var felld með þremur atkvæðum gegn einu. Karl Kristjánsson sat hjá. Þetta þýðir oddvitinn hafði engan stuðning fyrir tillögunni hjá öðrum hreppsnefndarmönnum.
Þegar þetta lá fyrir lagði Ingimar Ingimarsson fram bókun:
„Það eru mikil vonbrigði að sveitarstjórnarfólk Reykhólahrepps skulu ekki taka undir með tillögu um íbúakosningu. Íbúakosning er besti mælikvarðinn sem við höfum til að mæla hug íbúa í eins stóru máli eins og þessu. Það að hafna íbúalýðræði í svo stóru máli er mikið ábyrgðarmál.“
Í síðustu viku tók Ingimar Ingimarsson ekki vel í íbúakosningu á bb.is, sagði hana koma til greina en gerði að skilyrði að allir í sveitarstjórn myndu samþykkja slíka kosningu. Þá sagði hann einnig að það myndi taka 4 -5 mánuði að undirbúa slíka kosningu.