Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti í dag að halda áfram með aðalskipulagsbreytingar sveitarfélagsins sem gera ráð fyrir leið Þ-H um Teigsskóg. Þrír hreppsnefndrmenn voru samþykkir en tveir á móti. Það voru Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg B. Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir sem stóðu að samþykktinni gegn atkvæðum Ingimars Ingimarssonar, oddvita og Karls Kristjánssonar, formanns skipulagsnefndar. Áður hafði tillaga Karls Kristjánssonar um R leiðina verið felld og tillaga Ingimars um að fresta málinu og boða til íbúakosningu var einnig felld. Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri staðfesti þetta í samtali við Bæjarins besta.
Uppfært kl 17:00. Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri bendir á að R leiðin var ekki borin upp til atkvæða þar sem Þ-H leiðin var samþykkt.