ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps segir að íbúakosning komi til greina af sinni hálfu en hins vegar muni það taka 4 – 5 mánuði að undirbúa kosninguna. Hann gerir það að skilyrði að allir í sveitarstjórn samþykki síka kosningu.
Hann segir ennfremur að hægt verði að hefjast handa við framkvæmdir strax á næsta ári og geti verið lokið 2 – 3 árum seinna.
Hér fara á eftir spurningarnar sem Bæjarins besta sendi honum og svör Ingimars:
1. Hvernig verður þessari leið hrint í framkvæmd í ljósi
umferðaröryggismats sem Vegamálastjóri segir að geri það að verkum að
leiðin sé ekki að lögum fær?
Ljóst er að vegurinn að Reykhólum, Reykhólasveitarvegur, féll á þessu
umferðaröryggismati þessvegna verður vegagerðin að uppfæra hann í
samræmi við sína staðla, sama hvaða leið er farin. Vegamálastjóri getur
ekki sett þennan eina hluta af Vestfjarðarvegi 60 í umferðaröryggismat
og fella með því R-leiðina. Það er öllum ljóst sem keyra Vestfjarðarveg
60 að hann uppfyllir ekki á mörgum stöðum staðla Vegagerðarinnar. Það
hefur verið bent á það síðan Multiconsult skýrslan kom út að
Reykhólasveitarvegurinn þurfi uppfærslu, en það sé ekki hluti af þessari
framkvæmd þar sem vegurinn er stofnvegur eins og Vestfjarðarvegur 60 með
staðalinn C8 eins og Vestfjarðarvegur 60. Vegagerðin getur því ekki
tekið Reykhólasveitarveg út fyrir sviga við aðrar leiðir.
Reykhólasveitarveg verður að uppfæra, það sýndi umferðaröryggismatið
svart á hvítu.
2. Hvenær teljið þið að framkvæmdir geti hafist og hvenær verið lokið?
Framkvæmdir ættu að geta hafist á næsta ári ef allt gengur eftir og
verið lokið 2-3 árum seinna. Ólíkt Teigskógsleið sem hefur reynt við í
17 ár.
3. Hvernig munuð þið bregðast við mótmælunum?
Það voru um 30% íbúa á kjörskrá sem sendu inn mótmæli gegn R-leiðinni.
Þessi hópur leggur ekki til neina aðra leið í staðinn, enda segjast þau
styðja aðrar leiðir. 70% íbúa á kjörskrá voru ekki á þessum lista þrátt
fyrir að gengið hafi verið í hús með listann. Það kemur vel til greina
að minni hálfu að gefa íbúum kost á að tjá sig um málið í gegnum
íbúakosningu ef þess verður krafist, þar sem kosið yrði um þessar 3
umtöluðustu leiðir R, D2 og Þ-H. Ég myndi ekki kjósa á móti tillögu sem
kæmi út úr slíkri kosningu, ef allir í sveitarstjórn eru tilbúnir í það.
Það myndi hinsvegar tefja málið talsvert, enda þarf sveitarstjórn að
ákveða spurningar það þarf að kynna þetta vandlega, halda íbúafundi,
kjósa og vinna úr niðurstöðunum. Ég reikna með því að það gætu orðið 4-5
mánuðir og einhver kostnaður hlýst svo af því öllu.