Fyrirspurn/opið bréf til sveitarstjórnar Reykhólahrepps

Eiríkur Jónsson, Grænhól á Barðaströnd og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands sendi í gær fyrirspurnir til sveitarstjórnar Reykhólahrepps vegna veglínuvals um Gufudalssveit:

Nú þegar fyrir dyrum stendur að taka afstöðu til þess hvar veglína Vestfjaðarvegar á að liggja vakna nokkrar spurningar sem sveitarstjórn Reykhólahrepps þarf að svara.


1. Hefur sveitarstjórn leitað sér lögfræðilegrar ráðgjafar/álits varðandi fjárhagslega ábyrgð sveitarfélagsins ef til þess kemur að leiðin sem hún velur reynist dýrari en sú leið sem vegagerðin vill fara?
2. Hver er lögmaður/lögmannsstofa sveitarfélagsins?
3. Hefur sveitarfélagið haft eitthvað samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga (lögfræðisvið) varðandi þetta mál?
4. Hvaða verkfræði/jarðfræði/veðurfarsrannsóknir liggja að baki skýrslu þeirri sem notuð er sem rök fyrir svokallaðri R leið?
5. Er sveitarfelagið tilbúið að standa straum af þeim aukakosnaði sem kann að hljótast af verði svokölluð R leið fyrir valinu og ákveðið verði að krefja sveitarfélagið um greiðslu lögum samkvæmt?
6. Þar sem ljóst er að R leið er hvorki á áætlun Vegagerðarinnarar né þá heldur fjármögnuð spyr ég. Munu sveitarstjórnarmenn og sveitarstjóri axla persónulega ábyrgð fari svo að vegalagning vestur á firði lendi á ís af tæknilegum og/eða fjármálalegum völdum, velji þeir R leið?
Með vinsemd og von um svör.
Eiríkur Jónsson

„Tómthúsabóndi“ á Grænhól

Barðaströnd“

DEILA