Fjölmenni á menningarvöku í Holti

Móti hækkandi sól var yfirskrift menningarvöku í Holti í gær.

Menningarvakan er haldin er árlega í kringum 15 janúar til heiðurs sólar og Guðmundar Inga Kristjánssyni skálds frá Kirkjubóli í Bjarnafirði (1907-2002).

Að þessu sinni var leitað fanga út á Ingjaldssand.
Lesið var upp úr bókinni Nú brosir nóttin um Guðmund Einarsson refaskyttu og lesin ljóð eftir son hans, Kristján Guðmundsson, sem hefði orðið 100 ára í haust.
Einnig var minnst við Munda á Sæbóli sem einnig hefði átt 100 ára afmæli á liðnu ári. 
Between Mountins fluttu skemmtilega tónlist. Ásrós Helga Guðmundsdóttir söng lag eftir Elísabetu Kristjánsdóttur við ljóð föður hennar. 

Menningarvakan var mjög vel sótt og voru 80 – 100 manns samankomin í Holti.

Myndir: Halla Signý Kristjánsdóttir og Davíð Davíðsson. 

Jóhannes Kristjánsson.

 

Guðrún J. Kristjánsdóttir.

DEILA