Gámaþjónusta Vestfjarða hóf lífræna sofnun sorps í október og hefur tekið saman þessa greinargerð um framgang málsins:
Lífræna söfnun fór af stað í lok október og til áramót var vigtað inn 22 tonn. (22.130kg). Aftur á móti fór heimilissorp niður í kringum 35 tonn mánaðarlega.
Ef við skoðum bara lífræna sem kom i gegnum heimilistunnu þá erum við að tala um 21%.
Annarsvegar erum við komin i 34% sem fer ekki lengur í urðun.
Ath. Þessi tölur eru bara yfir nóvember og desember. Við hlökkum mjög til að sjá hvernig þessi tölur þróast áfram.
Mikilvægt er að flokka vel í lífrænu söfnunina. Það má alls ekki fara plast eða gler í því það verður ekki mold og eyðileggur gæði af efni sem kemur út úr gám. Jafnvel getur röng flokkun leiðtt til þess að það er ekki hægt að nota moltuna! (talandi um t.d. batteríur, eiturefni etc. eða annað efni sem enginn vill hafa í moltu. Það er því mikilvægt að passa vel hvað fer í hólfið fyrir lífræna efnið.
Við teljum að fólk sé að tala miklu meira um neysluvenjur/matarsóun síðan við komum með lífræna söfnun því það sést svo augljóst hver ávinningurinn er.