Nýr upplýsingafulltrúi VG

Hulda Hólmkelsdóttir upplýsingafulltrúi þingflokks VG

Hulda Hólmkelsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Hulda mun meðal annars annast samskipti við fjölmiðla fyrir hönd þingflokksins ásamt aðstoð við þingmenn við þeirra störf. Hún hefur þegar hafið störf.

Hulda lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2012 og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Hún hefur frá 2016 starfað sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Samhliða námi við HÍ tók Hulda þátt í starfi Röskvu, bæði í stjórn félagsins og sem kosningastýra. Þá var hún talskona Ungra vinstri grænna 2014-2015.

Fyrir eru starfsmenn þingflokksins þeir Kári Gautason framkvæmdastjóri þingflokks og Leifur Valentín Gunnarsson, ritari þingflokks.

DEILA