Noregur: 1.000 milljarða króna útflutningsverðmæti af fiskeldi í fyrra

Mynd: Fiskeribladed.no.

Útflutningstekjur Norðmanna af fiskeldi var í fyrra nærri 1.000 milljarðar íslenskra króna. Það er fimmfalt útflutningsverðmæti alls íslensks sjávarútvegs.  Þetta kom fram í Fiskeribladed í gær.

Alls fluttu Norðmenn út 1,1 milljón tonn af eldislaxi og 46.400 tonn af silungi fyrir rúmlega 71 milljón norskra króna. Það jafngildir hartnær 1.000 milljörðum íslenskra króna.

Fiskeldisafurðir námu 72% af verðmæti norsks útflutning af sjávarafurðum og 28% var vegna veiða á villtum fiski. Eldislaxinn einn var 68,5% af útflutningsverðmætunum. Alls var útflutningsverðmæti norska sjávarútvegsafurða 99 milljarðar norskra króna eða um 1.400 milljarðar íslenskra króna.

Síðasta ár var algert metár í norskum sjávarútvegi og jókst verðmæti útflutningsins um 5% frá fyrra ári. Verðmætið hefur aukist síðustu 10 ár um 122%.

DEILA