Vantar prest við Patreksfjarðarprestakall

Patreksfjarðarkirkja. Mynd: af vef Biskups Íslands.

Biskup Íslandshefur  auglýst laust til umsóknar embætti prests í Patreksfjarðarprestakalli, Vestfjarðaprófastsdæmi. Um 50% starfshlutfall er að ræða. Skipað verður í embættið frá 1. apríl 2019 til fimm ára.Fyrir er prestur í 100% starfi, Kristján Arason, sem hóf störf á síðasta ári.

Í nóvember síðastliðnum var auglýst eftir presti í 50% starf tímabundið, en nú hefur verið horfið frá því og var því auglýst aftur og verður ráðið til fimm ára.

 

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda. Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups. Kjörnefnd prestakallsins kýs prest úr hópi framangreindra umsækjenda.

Umsóknarfrestur um embættið er til miðnættis þriðjudaginn 22. janúar 2019.

Sækja ber um embættið rafrænt á vef kirkjunnar og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.

DEILA