Ráðstöfunartekjur að meðaltali pr framteljanda árið 2017 voru langhæstar í Bolungavík sé litið til Vestfjarða. Þá eru teknar saman atvinnutekjur, fjármagnstekjur og aðrar tekjur, en skattgreiðslur dregnar frá. Það sem gerir meðalráðstöfunartekjurnar svo háar í Bolungavík sem raun ber vitni eru háar fjármagnstekjur það ár.
Þetta má lesa út úr gagnagrunni Hagstofu Íslands um tekjur ársins 2017 sundurliðað eftir sveitarfélögum.
Ekki aðeins eru meðalráðstöfunartekjurnar í Bolungavík langhæstar á Vestfjörðum heldur eru þær mjög háar miðað við höfuðborgarsvæðið. Það eru aðeins í Garðabæ og +a Seltjarnarnesi sem ráðstöfunartekjurnar eru hærri en í Bolungavík, en önnur sveitarfélög þar eru lægri.
Meðalráðstöfunartekjurnar í Bolungarvík 2017 eru 5.387 þús krónur. Þær eru 26% hærri en í Ísafjarðarbæ þar sem þær voru 4.263 þús kr. Næst hæstar voru meðaráðstöfunartekjurnar í Súðavík 4.450 þús kr eða 21% lægri en í Bolungavík.
Grundarfjörður er með langhæstu meðalráðstöfunartekjurnar yfir landið 13.743 þús kr. Þar af eru 10.066 þús kr. vegna fjármagnstekna. Næsthæsta sveitarfélagið yfir landið var Dalabyggð með 5.903 þús kr, þá Hornafjörður mrð 5.696 og Bolungavík kemur svo í fjórða sæti.
Vestfirðir | ráðstöfunartekjur |
Bolungarvík | 5.387 |
Ísafjarðarbær | 4.263 |
Reykhólahreppur | 4.029 |
Tálknafjarðarhreppur | 4.157 |
Vesturbyggð | 4.114 |
Súðavíkurhreppur | 4.450 |
Árneshreppur | 3.679 |
Kaldrananeshreppur | 3.768 |
Strandabyggð | 4.007 |
Reykjavík | 4.756 |
Kópavogur | 5.001 |
Seltjarnarnes | 5.765 |
Garðabær | 5.927 |
Hafnarfjörður | 4.728 |
Mosfellsbær | 4.899 |
Akranes | 4.529 |
Grundarfjarðarbær | 13.743 |
Snæfellsbær | 4.380 |