Atvinnutekjur árið 2017 voru hæstar í Tálknafirði, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands, séu þær reiknaðar sem meðaltal á hvern framteljanda. Unnið er upp úr skattframtölum. Meðalatvinnutekjurnar voru 4.710 þúsund krónur í Tálknafirði. Næsthæstar voru þær í Súðavík eða 4.627 þúsund krónur og Bolungavík er þriðja hæst en þar voru meðaltekjurnar 4.325 þúsund krónur.
Langlægstar meðaltekjur voru í Árneshreppi eða 2.879 þúsund krónur. Næst lægstar meðaltekjur árið 2017 voru í Reykhólahreppi 3.599 þúsund krónur.
Áberandi er að meðaltekjurnar í sveitarhreppunum, sem einkum styðjast við landbúnað, eru lægri en í sjávarútvegsbyggðarlögunum.
Meðalatvinnutekjurnar eru mun hærri á höfuðborgarsvæðinu og eins eru þær hærri í nokkrum sveitarfélögum öðrum á Vesturlandi sem athuguð voru. Hæstar eru meðaltekjurnar í Garðabæ og á Seltjarnarnesi , liðlega 5,5 milljónir króna.
Meðaltal atvinnutekna 2017: | |
Vestfirðir | atvinnutekjur |
Bolungarvík | 4.325 |
Ísafjarðarbær | 4.186 |
Reykhólahreppur | 3.599 |
Tálknafjarðarhreppur | 4.710 |
Vesturbyggð | 4.275 |
Súðavíkurhreppur | 4.627 |
Árneshreppur | 2.879 |
Kaldrananeshreppur | 3.876 |
Strandabyggð | 3.981 |
Reykjavík | 4.603 |
Kópavogur | 5.055 |
Seltjarnarnes | 5.503 |
Garðabær | 5.694 |
Hafnarfjörður | 4.780 |
Mosfellsbær | 4.949 |
Akranes | 4.548 |
Snæfellsbær | 4.558 |