Bolungavík 2017 : 1 milljarður í framtaldar fjármagnstekjur

Bolungavík. Mynd: Ásgeir Hólm.

Framteljendur í Bolungavík töldu fram 1 milljarð króna í fjármagnstekjur árið 2017 samkvæmt því sem fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Unnið er upp úr skattframtölum.

Að meðaltali voru fjármagnstekjur 1.540 þús krónur á hvern framteljanda. Það er langsamlegasta hæstu meðaltekjurnar á Vestfjörðum og tvöfalt hærra en var í því sveitarfélagi sem næst kom. Það er Árneshreppur þar sem meðalfjármagnstekjur voru 749 þúsund krónur og samtals 28 milljónir króna þar sem framteljendur voru 37 talsins.

Í þriðja sæti voru meðalfjármagsntekjurnar í Reykhólahreppi. Þar var meðaltalið fyrir 2017 548 þúsund krónur em gera 97 milljónir króna í framtaldar fjármagnstekjur.

Bolungavík er með sjöunda hæsta meðaltalið yfir sveitarfélög landsins. Langhæstar voru meðafjármagnstekjurnar í Grundarfirði. Það voru þær hvorki meira né minna en 10.066 þús krónur pr. framteljanda. Alls var því fjárhæðin í Grundarfirði 6.422 milljónir króna. Næsthæstar voru meðalfjármagsntekjurnar í Dalabyggð 3.045 þús króna á hvern framteljanda, Borgarfjörður eystri 2.131 þús. kr, Hornafjörður 2.045 þús kr., Eyja- og Miklholtshreppur með 1.841 þús kr´og í sjötta sæti var Mýrdalshreppur með 1.654 þús kr.

Bolungavík var hærri að þessu leyti en sérhvert sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu. Þar voru meðalfjármagnstekjur pr. íbúa hæstar á Seltjarnarnesi 1.403 þús kr og næst kom Garðabær með 1.295 þúsund kr. Í Reykjavík voru þessar meðaltekjur „aðeins“ 605 þús. kr.

Árið 2017:
Vestfirðir fjármagnstekjur fjöldi Framtaldar fjár-
sveitarfélag pr. Framteljanda framteljenda magnstekjur mkr.
Bolungarvík 1.570 644 1.011
Ísafjarðarbær 326 2588 844
Reykhólahreppur 548 177 97
Tálknafjarðarhreppur 155 158 24
Vesturbyggð 253 696 176
Súðavíkurhreppur 382 124 47
Árneshreppur 749 37 28
Kaldrananeshreppur 273 81 22
Strandabyggð 312 340 106
Samtals 486 4845 2.356
Upplýsingar:Hagstofa Íslands.
DEILA