Matvælaframleiðsla á Vestfjörðum er í góðum metum samkvæmt skoðanakönnun Gallup fyrir Vestfjarðastofu, sem unnin var í síðasta mánuði.
Spurt var: Almennt séð hversu góð eða slæm telur þú gæði matvæla vera sem framleidd eru á Vestfjörðum?
Svörin voru mjög afgerandi. 89% telja matvælaframleiðsluna góða, 10% hvorki né og aðeins 1% telja hana slæma. 822 voru spurðir. 727 svöruðu.
Lítill munur var á afstöðu eftir kynjum, aldri, menntun, búsetu eða tekjum.