Bókabúðin á Flateyri á Hafnarstræti 3-5 er 100 ára í dag. Fyrir réttum 100 árum fékk verslunin bræðurnir Eyjólfsson versunarleyfi. Verslun hófst reyndar 1914 undir nafni Jens Eyjólfssonar. Jens flutti til Siglufjarðar og bróðir hans Jón tók þá við sem verslunarstjóri. Jón og þriðji bróðirinn Kristján stofnuðu verslunina bræðurnir Eyjólfsson. 1921 varð Jón Eyjólfsson svo einn eigandi og rak verslunina til dauðadags 1950. Guðrún, ekkja hans rak svo verslunina til 1983. Börn þeirra héldu svo rekstrinum áfram til 2000. Minjasjóður Önundarfjarðar eignaðist húsið og á það enn. Frá 2014 hefur Eyþór Jóvinsson rekið verslunina, en hann er barnabarnabarn Jóns Eyjólfssonar. Verslunin hefur alla tíð verið í sama húsnæðinu að Hafnargötu sem reist var 1898. Herbergjaskipan hússins er að mestu óbreytt frá þeim tíma er það var byggt og innréttingar í versluninni eru upprunalegar að stórum hluta.
Af þessu tilefni verða sett gögn í tímahylki til geymslu fyrir komandi kynslóðir og verður það opnað að réttum 100 árum liðnum.