Stuðningur við fiskeldi á Vestfjörðum í öllum kjördæmum nema einu

Þegar könnun Gallup er greind eftir kjördæmum kemur í ljós að stuðningur við fiskeldi á Vestfjörðum er meiri en andstaðan í 5 af 6 kjördæmum landsins. Í landsbyggðarkjördæmunum þremur er öruggur meirihluti fyrir fiskeldinu í hverju þeirra. mestur er stuðningurinn í Suðurkjördæmi eða 63%. Þar er andstaðan aðeins 20%. Í Norðvesturkjördæmi er stuðningurinn 54% og andstaðan 22%.

Í kjördæmunum á höfuðborgarsvæðinu er stuðningurinn mestur í Suðvesturkjördæmi (kraganum) eða 45% og þar er andstaðan 33%. Í Reykjavík norður eru fylgjendur fiskeldis á Vestfjörðum 41% og andstæðingar 35%. Aðeins í Reykjavík suður eru andstæðingar fleiri en fylgjendur 37% á móti 32%. Í heild virðist í Reykjavík vera nánast jafnmargir með fiskeldinu á Vestfjörðum og á móti. Miðað við tölur Gallup er stuðningsmenn einum fleiri í höfuðborginni en á móti.

Mikill stuðningur í yngsta aldurshópnum

Athygli vekur að stuðningur við fiskeldi á Vestfjörðum er mestur eða 53% í yngsta aldurshópnum 18-24 ára og er það jafnmikill og í elsta aldurshópnum 65 ára og eldri. Minnstur er stuðningur í aldurshópnum 35-44 ára og er þar 32%. Það er jafnframt eini aldurshópurinn þar sem andstæðingar eru fleiri en fylgjendur.

DEILA