Undirskriftasöfnun gegn áfengisfrumvarpi

IOGT á Íslandi hefur sett af stað undirskriftasöfnun gegn frumvarpi um að leyfa frjálsa sölu áfengis og áfengisauglýsingar. Yfirskrift söfnunarinnar er Allraheill, hugsum um heill okkar allra og er ætlunin að vernda haga barna og ungmenna gegn ágangi áfengisiðnaðarins.

Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að rannsóknir sýni að aukið aðgengi að áfengi og áfengisauglýsingar stuðli að aukinni neyslu sem bitnar mest á börnum og unglingum. Málið snúast því jafnmikið um frelsi þeirra til að geta farið í matvöruverslun án þess að sjá þar áfengi og um frelsi í viðskiptum.

Í tilkynningunni kemur ennfremur fram að samkvæmt 3. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna beri okkur að setja hagsmuni barna í forgang þegar taka þarf ákvörðun sem hefur áhrif á börn með einum eða öðrum hætti. Hagsmunir barna af því að njóta verndar gegn skaðlegum áhrifum áfengis eiga því að vega þyngra en hugsanlegir hagsmunir fullorðinna af því að geta keypt áfengi í matvöruverslunum.

Hægt er að taka þátt í söfnuninni hér.

bryndis@bb.is

DEILA