Þungatakmörkunum aflétt

Slitlag getur farið illa í tíð eins og hefur verið ríkjandi í vetur.

Þeim sérstöku þungatakmörkunum sem verið hafa í gildi á þjóðvegum á Vestfjörðum og í Dölum verður aflétt fimmtudaginn 23. febrúar kl. 8.  Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur ásþungi verið takmarkaður við 10 tonn frá því byrjun mánaðarins á nær öllum vegum á Vestfjörðum.

smari@bb.is

DEILA