Miðflokksmenn borða skötu en Píratar ekki

MMR birti í dag könnun um skötuát á þorláksmessu. Þar kemur fram að þriðjungur landsmanna ætlar að borða skötu en 2/3 ekki. Heldur fleiri á landsbyggðinni ætla að fá sér skötu eða 42% en á höfuðborgarsvæðinu  þar sem aðeins 31% hafa það í hyggju.

Fólk yfir fimmtugt er líklegast til þess að vilja skötuna. 47% þeirra sem eru 50 – 67 ára vilja skötuna og 51% þeirra sem eru 68 ára og eldri. Er það eini aldursflokkurinn þar sem meirihluti er fyrir skötuáti. Yngsti aldurhópurinn 18 – 29 ára er lítið hrifinn af skötu. Þar ætlar aðeins 20% að borða skötu.

Sé greint eftir stjórnmálaskoðunum kemur í ljós að Miðflokksmenn og Framsóknarmenn eru þjóðlegastir í þessum efnum. 54% Miðflokksmanna og 50% Framsóknarmanna fá sér skötu. Píratar eru langólíklegastir til þess að borða skötu, þar ætla aðeins 22% að borgða skötu á Þorláksmessu.

DEILA