Vegagerðin hefur opnað tilboð í endurbætur og breikkun vegarins á 7 km kafla í Hestfirði og Seyðisfirði frá Leiti í Hestfirði að Eyri í Seyðisfirði. Auk þess var breikkun á 2,2 km kafla í Álftafirði austanverðum og um Hattardalsá fyrirhuguð í þessu útboði en fallið var frá því. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2020.
Áætlaður verktakakostnaður er 514 milljónir króna. Fjögur tilboð bárust.
Lægst var Suðurverk ehf í Kópavogi með 448 milljóna króna boð. Næst var Þotan ehf í Bolungavík með 499 milljóna króna tilboð. Þróttur ehf Akranesi bauð 510 milljónir króna og loks Borgarverk ehf í Borgarnesi með 583 milljóna króna tilboð.
Breikka á núverandi veg sem stofnveg og verður hann þá 8 metra breiður. Í dag er vegurinn mjög mjór, víðast 4-5 metra breiður.